Úrval - 01.09.1963, Page 37
ÓGLEYMANLEGUfí MAÐUfí
49
verið, við og við, að gripa i
það að iagfæra nokkra lcafla i
Dagbók rainni og búa hana undir
prentun, og er frændstúlka mín,
Charlotte Goodmundson að
nafni, að vélrita handritið fyrir
mig.“ 16. júlí 1945: „Þegar eg
er styrkastur, gríp eg við og
við i að lagfæra og leiðrétta
ýmsa kafla í Dagbók minni og
búa hana til prentunar. En það
verk sækist mjög seint fyrir
sakir sjúkdóms og elli.“ Og
eftir andlát Magnúsar (8/9 1945)
ritaði góða hjúkrunarkonan
hans, Magný Helgason, mér bréf
9. okt. 1945. Þar segir svo m. a.:
„Hann fór i rúmið laugardaginn
Aug 25ta, og þann dag skrifaði
hann síðast í Dagbók sína, sem
nú er verið að búa undir prent-
un.“ Er auðsætt af þessu, að
Magnús lagði kapp á að ganga
sem bezt frá Dagbókinni fyrir
andlát sitt og hefur lagt drög
að því, að hún yrði fullgerð
og prentuð að sér liðnum, enda
er hún af kunnugum talin sér-
stætt og merkilegt verk. “Það
skrif hans þótti honum vænzt
um,“ skrifar Jóhannes P. Páls-
son, þegar hann sendi mér bréf
Magnúsar til Önnu og lét fylgja
þeim allmörg bréf frá Magnúsi
til sín, flest harla merkileg.
Verður að öllu þessu vikið siðar.
Nú er þar til að taka, sem fyrr
var frá horfið, ep það voru
bréf Magnúsar til Önnu Her-
mannsdóttur. Alltaf er hugur-
inn bundinn við menntun henn-
ar og þroska. Og af því að um-
hyggja Magnúsar fyrir Önnu
er sama eðlis og viðhorf hans
til ótal fleiri skjólstæðinga og
hún lýsir svo vel hjartalagi
skáldsins, vil ég bæta við fá-
einum tilvitnunum. Þann 6. mai
1905 skrifar hann henni m. a.:
„Hugsaðu um að menta þig,
elsku hjartans frænka mín, og
mundu það, að þú verður að
byrja á College i haust, livað
sem það kostar, og næsta sumar
kennir þú ef til vill við alþýðu-
skóla. Altaf verður maður að
stefna að takmarkinu — full-
komnari menntun — altaf að
stefna á ljósið.“ „Jafnvel feg-
urstu gimsteinarnir verða að
fægjast, svo þeir geti sýnt sína
fegurstu eiginleilca og fegurð,“
segir hann i öðru bréfi til Önnu
(20. maí s. á.), fullu aí' hrifn-
ingu yfir fegurð náttúrunnar
og dásemdum lífsins. Bréf þessi
eru þrungin góðvild og göfgi.
„Ég vil reyna að gera alt eins
vel og mér er hægt og vera
sannur vinur vina minna, þvi
ef mér þykir vænt um einhvern,
þá vil ég alt gott gera fyrir hann,
en ég er líka þungur á bárunni,
þar sem ég er á móti og ég sé,
að ég hefi á réttu að standa.“
Svo sem við er að búast, hafa