Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 39
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
51
hann frænku sinni seinna um
haustið (29. sept.). Ég er al-
einn við að smiða þennan við-
auka, og er hann nú að mestu
leyti búinn, en þó er eftir að
þilja húsið að innan, og verð
ég nokkuð lengi að þvi.“ „Eftir
klukkan fjögur á daginn hef ég
verið að byggja fjós yfir kúna
og liænsnin, sem okkur Guð-
rúnu voru gefin í vor,“ skrifar
hann sama viðtakanda 20. júni
1906.
Auk kennslunnar, sem Magn-
ús annast af mikilli lcostgæfni,
skrifar hann og æfir leikrit,
stjórnar sýningunum, lék jafn-
vel sjálfur einu sinni. „Allir
laugardagar og sunnudagar og
öll kvöld eru upptekin fyrir
mér í það starf,“ skrifar liann
Önnu 4. febr. 1906. . . „Ég hef
vakað í alla nótt við að skrifa
leikrit upp. Og nú á ég von á leik-
endunum á hverri stundu; og
þeir verða komnir hingað að
líkindum, áður en ég fæ lokið
við bréf þetta, þó stutt sé.“
En þrátt fyrir hið mikla og
margþætta starf Magnúsar í
þágu heimilis sins og skóla,
vinnst honum tími til að lesa
margt skáldrita, skrifa sendi-
bréf, leikrit, skáldsögur, yrkja
kvæði. Ég hef undir höndum
hálfan þriðja tug bréfa frá 5
ára timabili til Önnu einnar,
sum löng, en öll merkileg, hvert
á sinn hátt; af sumum þeirra
sést, að hann les mikið. M. a.'
les hann verk George Eliots,
Charles Dickens og Robert Lou-
is Stevensons. Dickens „er mað-
ur sem mér líkar. Hann dregur
svo nákvæmar myndir af mann-
lífinu, og lætur mann ýmist
hlæja eða gráta“ (20. nóv. 1905).
„Þú veizt, hvað ég held mikið
upp á Stevenson, næstum eins
mikið og Dickens; og Steven-
son vekur betur imyndunarafl
mitt en Dickens“ (6. ágúst 1906).
Ég get ekki stillt mig um að
vitna í fleiri þessara yndislegu
bréfa til enn aukins skilnings
á ástúð, fegurðarskyni og skáld-
legum næmleika Magnúsar. 18.
júlí 1906 skrifar hann Önnu
m. a.: „Mjög þótti mér vænt um
cardið og bréfið frá þér, sem
þú skrifaðir mér á birkiberkin-
um. Ég skal geyma þau bréf, á
meðan ég lifi. Það verða vissu-
lega fáséð bréf og cards. Þau
færa mann nær alnáttúrunni
og færa manni ilm frumskóg-
anna og vekja hjá manni löng-
un og þrá til að komast til skóg-
anna og „fá þar hendi guðs að
sjá,“ eins og skáldið segir. Já,
þau minna mann líka á börn
frumskóganna, sem Longfellow
syngur um i sínu ódauðlega
meistaraverki: „Hia"watha“. Og
svo er það alt svo rómantískt —
svo skáldlegt, og færir hjartanu