Úrval - 01.09.1963, Síða 42
54
UR VAL
hans, þar sem „sumargolan suð-
ar í laufinu, rétt við gluggann
minn. Og þyturinn í skóginum
er mér eins og öldusog við
sanda“ i fjarlægð og söngur
fuglanna er mér kærari en öll
„hornamúsík“ heimsins saman
lögð. Og ilmur rósarinnar er og
meira virði en allir „þefdropar"
lieimsins og reykelsi, sem til er
í víðri veröld.“ Bréfið er þrung-
ið fögnuði og hefur sem viðlag
setninguna: „Ég er kominn
heim!“ Hún er endurtekin hvað
eftir annað líkt og stef i hljóm-
kviðu. Síðasti hluti bréfsins er
á þessa leið: „Jú, sannarlega
er ég kominn heim! Ég sef eins
og sannkristinn maður, og vakna
eins og víkingur með andfælum
og áragangi. Og það minnir mig
jafnan á tóbakspípuna, sem ég
tottaði hér á árunum (en sem nú
er brotin og týnd) og trúmála-
þref, sem ég lief líka lagt niður.
En hvað sem öðru líður, þá
er ég, eins og ég er lifandi, kom-
inn heim! Og nú vona ég, að þú
heimsækir mig — komir nú i
bifreið þinni og drekkir með
mér kaffidropa, sem Guðrún býr
til. En láttu mig vita, áður en
þú kemur, svo ég verði heima.“
Þvi miður naut Magnús ekki
þessa dýrðarlífs i langan tíma.
Heilsan bilaði. Af bréfi til Jó-
hannesar, dags. réttum tveim
árum síðar, 26. ág. 1918, sést,
að Magnús hefur neyðzt til að
láta gera á sér læknisrannsókn
i Winnipeg, félck meðul að henni
lokinni og fyrirmæli um að
liggja í rúminu þrjár eða fjórar
vikur. En Magnús þverskallaðist:
„Ég ligg ekki i rúminu undir
neinum kringumstæðum frá kl.
7 á morgnana til 10 á kvöldin,“
segir hann. Læknirinn „gaf mér
ekkert út á það, hvað að mér
gengi, en sagði, að ég þyrfti
„physical and mental rest . . .
Þar kom hann að sömu niður-
stöðu og þú. Og aðferð hans og
spurningar líkar og þínar . . .
Ég er aldrei laus við þrautirnar,
hvorki nótt né dag, nema þegar
ég er sveittur eða mér er mjög
heitt. Nú eru ekki lengur nein
snögg og hörð verkjaköst, heldur
ónota-þrautir, stöðugar og þreyt-
andi — ekki sárar -—- heldur
þreytandi og niðurdrepandi . . .“
Verður nú Magnús að taka sér
hvíld frá störfum og ráðgerir að
hætta kennslu með öllu og „fá
eitthvað létt að starfa í bæ.“ En
varla var ár liðið, þegar síra
Runólfur Marteinsson bauð hon-
um nýja kennarastöðu, og þá við
Jóns Bjarnasonar skólann i
Winnipeg. „Og þá ég boð hans
með þökkum,“ skrifar hann Jó-
hannesi 11. ág. 1919. „í heilt
ár (eða frá því 15. okt. 1918 til
5. des. 1919) hefi ég reynt af
öllum lífs og sálar kröftum að