Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 43
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
55
losna við þenna kvilla,“ segir
Magnús í bréfi til Jóhannesar,
dags. 8. nóv. 1919, „og ekki brúk-
að nein meðul frá lælcnum á því
tímabili, hætti um tíma við kjöt-
át, kaffi og te, . . . . iðkaði li-
líkamsæfingar Miillers hins
danska i allt sumar og haust
eftir öllum listarinnar reglum,
reyndi að herða líkamanu á
allar lundir, gekk t. d. um langt
skeið 10 til 15 mílur á hverjum
morgni og fékkst Iítið við skáld-
skap.“
Við þetta styrktist Magnús.
Kjarkurinn varð meiri, starfs-
löngun óx. Hann var laus við
allan kvíða, sifellt kátur og
liress. En vanheilsa hans var
þrálát, kvillinn vildi ekki skilja
við hann lengi vel. Eftir bréfun-
um til Jóhannesar að dæma, virt-
ist ekki hafa rætzt fram úr
þrengingum hans fyrr en ein-
einhvern tima á árinu 1920.
Bendir til þess bréf til Jóhannes-
ar læknis, dags. 3. jan. 1921. Þar
segir svo m.a.: „Ég gleymi því
aldrei, að þú komst hingað til
mín, þegar ég var sárlasinn um
árið. Ef til vill var ég þá veik-
ari en ég hefi nokkurn tíma ver-
ið. En — það var koma þín, sem
læknaði mig, þvi frá þeim tíma
fór mér að batna, og batinn hélt
altaf stöðugt áfram, þangað til
i lok júlímánaðar nú i sumar,
sem leið, að verkurinn i bring-
unni hvarf með öllu; og hefi ég
síðan mátt heita furðanlega vel
frískur.“ Hann fær aðstoðar-
kennara sér við hönd, og loks
vetrarleyfi! Áhugi hans og starfs-
löngun eflist og magnast á nýjan
leik. „Skólinn hér byrjar ekki
aftur fyrr en í marzmánuði.
Ætla ég meðan vetrarleyfið var-
ir ,að reyna að halda áfram með
þriðja þátt sögunnar minnar: „í
Rauðárdalnum." — I. og II.
þáttur þeirrar sögu kom út í
„Syrpu,“ og veit ég elrki, hvern-
ig fólki hefur líkað það, sem út
er komið.“ Og hann endar bréf-
ið með hvatningarorðum og
uppörvunar til vinar síns, Jó-
hannesar: „Þú mátt ekki hætta
að rita sögur. Veiztu það, að
bezta íslenzka smásagan, sem
komið hefur út á íslenzku á
þessari öld, er eftir þig?“
Bataár Magnúsar, 1920, hlotn-
aðist honum viðurkenning, sem
gladdi hann mjög. Það var grein
um hann, mjög lofsamleg, sem
birtist í Óðni. Var hún eftir sira
Guðmund Árnason. „Er greinin
ágætlega vel rituð og sérlega
góð í minn garð, þó ég eigi það
lof ekki skilið, sem hann gefur
mér,“ segir Magnús í siðast
nefndu bréfi. „Ég er honum
mjög þakklátur.“
Til ferkari skýringar á ævi og
hag Magnúsar skal nú vitnað í
prentaða heimild, og um leið