Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 44
5fi
Ú R V A L
nefndur til sögunnar enn einn
mikill vinur lians, er hér má
ekki láta ógetið.
Dr. Richard Beck segir í ágætri
grein um Magnús (Ritsafn I.,
Ævintýri, Reykjavík 1946), að
hann hafi orðið að hætta
kennslu fyrir fullt og' allt haust-
ið 1922 sökum heilsubilunar,
svo að ekki hefur bati hans orðið
varanlegur. Þá hafi þau hjónin
„fyrir tilstilli tveggja gamalla
nemenda Magnúsar, þeirra lækn-
anna Jóhannesar P. Pálssonar
rithöfundar og' Kristjáns J. Aust-
manns,“ flutzt til Elfros, „en
þeir voru þá báðir setztii' að í
Vatnabyggðum, annar i Elfros,
en hinn í Wynyard, og reyndust
sínum ástfólgna kennara tryggða-
vinir og velgerðamenn."
Að vináttu Magnúsar og Jó-
hannesar er áður viltið og stuðn-
ingi þeirra hvors við annan.
En um hlutdeild Kristjáns lækn-
is fara Jóhannesi svo orð í bréfi
til min, dags. 17. julí 1963:
„Enginn af nemendum Magnúsar
sýndi honum meiri tryggð, né
reyndist honum traustari hjálp-
arhella en sá Kristján. í þessu
sama bréfi Jóhannesar segir enn
fremur að síðast þegar liann
frétti af Dagbók Magnúsar, hafi
hún verið i vörzlum dr. K. .1.
Austmanns. Bendir það til, að
Magnús hafi fyrir dauða sinn
falið dr. Kristjáni J. Austmann
á hendur þetta óskabarn sitt.
Sýnir fátt betur traust Magnúsar
til Kristjáns læknis. Enn má
geta þess, að Magnús tileinkaði
þessum vini sínum og velgerða-
manni Ævintýri sín „með virð-
ingu og' þakklæti.“
Nú brestur mig heimildir um
Magnús þar til síðari hluta árs
1930. Þá bjarga mér aftur bréf
hans til Jóhannesar, fögur og
innileg, vafin sólskini og vin-
áttu og trygglyndi og heið-
rílcju hugans, sem aldrei
hefur verið meiri. Þau Guðrún
og Magnús eru nú komin mikið
á sjötugsaldur, og allt virðist
leika í lyndi. Eftir kærkomna
heimsókn Jóhannesar læknis og
Sigríðar konu hans, einu sinni
sem oftar, skrifar Magnús þess-
um fornvinum sinum m. a. á
þessa leið 25. ágúst 1930: „Morg-
uninn, sem þið logðuð af stað
heimleiðis héðan frá Elfros, sát-
um við um stund fyrir norðan
kofann okkar og horfðum á
ykkur, á meðan þið voruð að
búa ykkur af stað, og sáum, þeg-
ar þið fóruð úr hlaði. Og þó
þið gættuð ekki að okkur, eins
og ekki var von, þá veifuðum
við samt nokkrum sinnum til
ykkar; og góðar óskir og hlýir
liugir fylgdu ykkur vestur á
sléttuna og alla leið heim . . .
Okkur þykir veðrið heitt þessa
daga, og sitjum við því i for-