Úrval - 01.09.1963, Síða 46
58
Ú H V A L
allra fyrstu til að sjá og meta
bókmenntalegt gildi kvæSa
Stephans G. Stephanssonar, og
hann átti mikinn þátt í því að
koma fyrstu þremur bindunum
af „Andvökum“ á prent. En
Eggert lét lítið á jseirri þátttöku
sinni bera, og þess vegna lá þaS
aS mestu í þagnargildi. En Step-
han getur þess í hinu fagra
kvæSi, sem hann orti til Eggerts
voriS 1913:
„Þér tekst, aS altént sumt þaS
sitji í skugga,
til sigurs upp er starf þitt hefur
flutt.“
En í grein þeirri um Eggert,
.sem út kom í vetur, er mjög
litið getiS um liann þátt, sem
hann átli í útgáfu kvæða Step-
hans, þó aS vísu sé á þaS minnzt.
AS líkindum verSur þaS atriSi
tekiS rækilega til greina af þeim
sem ritar æfisögu Stephans."
SiSasta hréf Magnúsar frá
þessu timabili, sem ég hef undir
höndum, ritaS Jóhannesi 28.
sept. 1931, fjallar nálega ein-
göngu um Fjóluhvamm, hiS
merka leikrit Jóhannesar, og
hefur aS geyma mjög skarplegar
athuganir á þvi og boSskap
þeim, sem þaS hefur aS flytja.
Rúmið leyfir því miSur ekki, aS
þetta merkisbréf sé gert hér að
frekara umtalsefni.
Verður nú stiklað á stóru og
að mestu hlaupið yfir meir en
áratug í ævi Magnúsar, þar eð
mér er lítt kunnugt um hið innra
líf hans á því skeiði. En frá
síðustu þrem, fjórum æviárum
lians tel ég mig hafa góða vitn-
eskju um skoðanir hans og nið-
urstöður, af bréfum skáldsins til
Jóhannesar læknis og mín. í
fyrsta bréfi Magnúsar til mín,
dags. 18. sept. 1942, er áður
vitnað. Bréf til Jóhannesar, dags.
5. jan. 1943, fjallar fyrst og
fremst um liðnar sólskins-
setundir á ævi þeirra hjónanna,
GuSrúnar og Magnúsar, einkum
á jólunum, á ArnheiSarstöðum
í Geysisbyggð, l>egar „allir vildu
gleðja okkur eins og framast er
unnt,“ svo sem Magnús kemst
að orði. Nú hafði ellin sótt þau
hjónin heim: „Guðrún má ekki
mikið á sig reyna .... ViS höf-
um fáum skrifað í haust. Bónd-
inn í Ási er orðinn svo hyskinn
við skrifstörfin, einkum sökuin
þess, að hægri höndin er farin
að vera í meira lagi stirð og
óstyrk. Hann kveinkar sér því
á stundum við að snerta á
penna. Og nú eru harla stuttir
þeir kaflar, sem hann skrifar i
dagbókina sína.“
Um þetta ritverk sitt fer Magn-
ús enn svofelldum orðum í bréfi
til Jóhannesar, dags. 27. nóv.
1944: „Ég er smátt og smátt að