Úrval - 01.09.1963, Page 48
60
UR VAL
segir Magnús m. a.: „Bóndinn
í Ási skrifar lítið um þessar
mundir, en hann les i belg og
biðu allt, sem hann sér á prenti.
Kristján kom með ágæta bók,
handa okkur til að lesa. Sú bók
heitir: Environment cind Nation,
eftir Griffith Taylor, professor
of Geogarphy, The University of
Töronto. í þeirri bók er kafli um
ísland, og fer próf. Taylor lof-
samlegum orðum um íslendinga,
og vitnar hann í bókina, The
Character of Races, eftir Ells
worth Huntington.“ Og Magnús
gleymir ekki að minnnast þeirra,
sem gera honum og kouu hans
gott i verki: „Magný biður kær-
lega að heilsa ykkur. Plún hjúkr-
ar okkur Guðrúnu stöðugt með
frábærri nákvæmni, árvekni og
alúð.“
Tæpum tveim mánuðum fyrir
andlát sitt, 12. júlí 1945, skrifar
Magnús Jóhannesi síðasta og
lengsta bréfið til hans, þeirra
sem ég hef í hendur .fengið. Það
fjallar að mestu um lieimspeki
Spinoza og hugleiðingar út af
henni, ritað í tilefni af bók eftir
þann höfund, sem Jóhannes
liefur léð honuin til lesturs:
„Bóndinn í Ási las hana i einni
lotu frá upphafi til enda, strax
og hún kom sumt af henni
tvisvar eða þrisvar. Á þessu
má marka, að bókin hefur vakið,
og haldið fastri, athygli bónd-
ans í Ási i æði langan tíma. Um
þessar mundir les hann ekki að
jafnaði neina bók, nema aðeins
einu sinni. En hér var gjörð
unndantekning frá reglunni. Það
er svo undur sjaldgæft, að svo
spakan gest sem Spinoza ber að
garði hér í Ási, bóndinn getur
ekki slitið sig frá lionum i snatri,
því að bóndinn er maður næsta
forvitinn og spurull, en Spin-
oza fjölvís og hefur farið víða.“
Eftir langa hugleiðingu um
hugmyndir Spinoza, kemst
Mag'nús að þeirri niðurstöðu
„að ]iað, sem næst honum getur
komizt hjá Ijóðskáldunum ís-
lenzku, sé þetta hjá Steingrími:“
„Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
guð i alheims geimi,
guð i sjálfum þér.“
En Magnús er varkár í úr-
skurði sínum á ráðningu lífs-
gátunnar. Allt þetta minnti hann
svo á nokkrar spurningar, sem
íslenzkur maður vestur á Kyrra-
hafsströnd bar fram í bréfi til
hans, um tilgang og framhald
lífsins,er liann sjálfur.Kyrrahafs
strandbúinn, svaraði þó með
tilgátu þess efnis, að mennirnir
væru settir „eins og börn í skóla
hér á jörðina, til þess að læra,
og til þess að þroska sálina, og
að sá skólalærdómur héldi á-
fram eiliflega.“ Um þetta kvaðst
Magnús ekki fær að dæma, þó