Úrval - 01.09.1963, Síða 49
ÓGLEYMANIÆGUR MAÐUR
61
að honum þætti hugmyndin há-
leit og fögur, kvaðst hins vegar
geta „sagt eitthvað svipað því,
sem Tennyson sagði einu sinni
við vin sinn:
„There's something that wat-
ches over us, and our individu-
ality endures; that's my faith,
and that's all my faith.“ (Yfir
oss er vakað, og einstaklings-
eðli vort varir; það er trú min,
öll mín trú).
Loks víkur Magnús að ann-
arri spurningu Kyrrahafsstrand-
búans, sem vildi vita, hvað hon-
um fyndist um það, „hvað litið
væri af hreinskilni og einlægni
barnsins manna á meðal nú á
dögum,“ sem fyrirspyrjanda
fannst ærið sár staðreynd.
Einnig um það sagði Magnús,
að sér væri „ómögulegt að
dæma, aðallega af þeirri ein-
földu ástæðu, að hann „hefði
alið aldur að mestu meðal barna
og vissi því minna en ella um
hugarfar fullorðna fólksins.
Auðvitað hefði ég samt einstaka
sinnum á minni löngu æfi orðið
þess áskynja, að til væri fólk,
sem ekki væri ávalt eins hrein-
skilið og einlægt og það ætti að
vera.“
V.
Prúður er sá sig prófar rétt.
Meðal þess, er ég dái J. Magnús
Bjarnason mest fyrir, er prúð-
mennskan. í öllum hans bókum
og bréfum,sem ég hef lesið.hefur
mér hvergi horið óprúðmannlegt
orð eða ólirjáleg hugsun fyrir
augu. Hógværð hans og varúð
sýndist slík, að hann lastmælti
engum, en fann jafnan þeim, sem
á var hallað, einhverjar máls-
bætur, hafði ótrúlega mikið
traust á mönnunum yfirleitt,
ekki sízt ef þeir voru íslenzkir!
Ofmat mátti það kallast á lönd-
um hans, en vanmat á sjálfum
sér, hvað ógjarn hann var á að
halda fram sínum skoðunum. „í
samræðum lcom hann fram, eins
og á annara þekking og skoðun-
um væri allt að græða, en það
sem hann legði til málanna
skipta litlu,“ segir Jóhannes P.
Pálsson í grein sinni um Magnús.
„Þó sóttust ungir og gainlir,
leikir og lærðir eftir að hafa
tal af honum. Heimili þeirra
Magnúsar og Guðrúnar konu
hans, var eins og gróðurey á
eyðimörk. Þar var ætið bjart
og friðsælt, þó sandrok heimsku
og harms blindaði sjónir manna
um heim allan. Og þegar gest-
irnir kvöddu, höfðu þeir hvílzt
svo, að næsti áfanginn varð
ljúfari og léttari en leiðin að
baki.......Líf hans gekk allt
út á að auka gleði og gæfu sem
flestra, er hann mætti á lífs-
leiðinni."
Hvaðan kom heimili þeirra