Úrval - 01.09.1963, Page 53
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
65
hyggju getur það verið heil- aðdáanda fegurðarinnar og vin
næmt vonsviknum hug að eiga litilmagnans, snillinginn i lífs-
sálufélag' við þennan barnslega ins miklu list.
Enn deyja menn úr hungri.
Á hverri sekúndu deyr maður úr hungri. Og orsakanna er ekki
sízt að leita til þess, hve margir eru ólæsir og geta því ekki not-
fært sér vísindi og tækni nútímans og möguleika 20. aldarinnar.
Þar að auki vantar hinar frumstæðu þjóðir allt samband við
iðnaðarþjóðir og skortir kunnáttu á þeim möguleikum, sem lönd
þeirra hafa Þó yfir að ráða.
1 mestu hungurhéruðum heimsins, í Afríku, Asíu og suðurhluta
Ameríku, lifa tveir þriðju hlutar mannkynsins. E'n í þessum
heimshlutum er ekki framleiddur nema þriðjungur matvælanna.
— Efnahagsmál hinna vanþróuðu landa eru ekki þannig, að þau
geti leyst þörfina fyrir þann innflutning nauðsynlegra vara.
Hin gifurlega umfram-framleiðsla Norður-Ameríku og Evrópu
í vissum greinum, myndu endast skammt, eða aðeins 17 daga á
ári, ef þörfum hinna vannærðu væri fullnægt. 1,7 milljarður
manna, eða 60% alls mannkynsins, fá ekki lágmarksnæringu.
Af 1000 lifandi fæddum börnum, deyja á fyrsta ári í Vestur-
Þýzkalandi 34, í Asíu 225, í Afríku 350, i Suður-Ameriku 400
börn.
1 Afríku verður aðeins helmingur af þeim börnum, sem ekki
deyja á fyrsta ári, eldri en 15 ára. Tveir þriðju barnanna I van-
þróuðu löndunum, hafa enga möguleika á því að sækja skóla eða
afla sér tilsvarandi menn-tunar, sem barnaskólar veita. Samkvæmt
rannsóknum, vantar í heiminn eina og hálfa milljón lækna. Þrjú
hundruð milljónir manna þjást af mýrarköldu. Af þeim deyja
þrjár miljónir manna á ári. Fimmtíu milljónir manna eru berkla-
veikar. Af 10—12 milljónum holdsveikra, eru aðeins 400 þús. und-
ir eftirliti lækna.
Þetta eru aðeins fáeinar tölur, sem birtar hafa verið til að
sýna, að það er þörf á aðstoð til að bæta líf hins mikla fólks-
fjölda, sem þjáist af skorti og sjúkdómum.
Það er markmið okkar kynslóðar, að miðla þekkingu, hjálpa
við uppbyggingu ungu þjóðanna, við heilbrigðisþjónustu, land-
búnað og iðnað. Frelsi og sæmilegt líf er utan dyra, þar sem
hungrið ríkir.