Úrval - 01.09.1963, Síða 56
68
ÚR VAL
erfielld", Wuthering Heights"
eSa „Striðs og friðar“.
Það er aðeins með hjálp hinna
prentuðu orða, að sjónvarps-
áhorfandinn getur snúið aftur á
þægilegan hátt við hentugt tæki-
færi til hinna hröðu svipmynda
sjónvarpstjaldsins, sem örvuðu
ímyundunarafl hans. Við getum
því spáð því, að sjónvarpsáhorf-
andinn, sem finnur hjá sér hvöt
til að opna bók, verði bókales-
andi og líklega einn þeirra að-
dáenda óbundins máls, sem
troðfylla nú hin opinberu bóka-
söfn. Höfundur framtíðarinnar
mun því líklega taka opnum
örmum endurprentun skáldsögu
sinnar sem ,,bókar sjónvarps-
framhaldsleikritsins“, vegna
þess að án slíkrar auglýsingar
myndu milljónir mögulegra les-
enda aldrei hafa vitað um til-
veru hans.
Höfundar geta líka látið hugg-
ast við þá staðreynd, að á meðal
hinna geysifjölmennu hópa les-
enda, sem næst til með hjálp
prentaðra bóka i vasabókarút-
gáfum, eru margir, sem spyrja
ekki eingöngu eða jafnvel ekki
fyrst og fremst eftir skemmti-
skáldsögum. Úrvalshöfundar
liafa einmitt verið þar á meðal
metsöluhöfundanna.
Þetta finnst mér gefa til kynna
vaxandi mat fólks á afli mikilla
skáldverka. Bókarkafla, sem
þrungnir eru djúpri tilfinningu
eða einkennast af yndisfögrum
lýsingum eða endurmati horf-
inna atburða í hafsjó minning-
anna, er ekki hægt að yfirfæra
á sjónvarpstjaldið. Slíka kafla
geta þeir einir skilið og metið,
sem gefa sér tíma til að íhuga
það i næði, sem hin prentuðu
orð hafa að flytja.
Not fólks af skáldsögunni eru
of auðsæ til þess að telja þurfi
þau upp, en samt vildi ég nefna
einn þátt gagnsemi hennar,
þátt, sem er þýðingarmikill,
þegar rætt er um framtíð skáld-
sögunnar. í ávarpi sínu til Lon-
don Hospital Medical Society,
veitt dr. A. E. Clark-Kennedy,
frá Corpus Christiskóla i Cam-
bridge, læknanemum þetta
heillaráð:
„Enn fremur skuluð þið gera
gangskör að þvi að halda við
hinni almennu menntun ykkar,
og i því sambandi ráðlegg ég
ykkur eindregið að lesa merkar
skáldsögur i frítimum ykkar. Ég
á ekki við skáldsögur, sem trufla
ykkur í starfi, svo æsandi hroll-
vekjur, að þið getið ekki lagt
þær frá ykkur, fyrr en þið hafið
lokið þeim. Nei, lesið heldur
hina sígildu skáldsagnahöfunda
og leikritaskáld: Dickens, Thac-
keray, Hardy, Shakespeare,
Sheridan eða Shaw. Velgengni
i læknisstarfi krefst lífsreynslu,