Úrval - 01.09.1963, Síða 58
70
U H V A L
heinita það að mega njóta hinn-
ar „skyndilegu örvunar" snjallra
ljóða. En það er dapurleg
staðreynd, að framboð slíkra
ljóða fer minnkandi. Upps])rett-
um þeirra cr stöðugt verið að
veita i æ ríkari mæli í hinn
mikla straum hins óbundna
máls. Hið langa ljóð krefst of
mikils af skapara sínum. Laun
þess eru lítil. Hið stutta ljóð
nútímans er of auðvelt viður-
eignar. Það er of auðveld lausn.
Það miðast ekki við að koma
einhverri skynsamlegri skipun
á líf okkar, heldur við að forð-
ast ringulreið þess lifs. Því getur
það ekki talað fyrir munn okk-
ar. Og Ijóðskáldin sjálf hljóta nú
að hafa gert sér grein fyrir þvi,
að þegar þau sneru baki við
forminu i ljóðagerð, voru þau
að afhenda óbundnu máli völd-
in.
Skáldsagnahöfundur framtíð-
arinnar getur j>ví talið ljóð á
meðal dvrgripa þeirra, er hann
hefur tekið að arfi. Þegar ég
nefni ljóð, á ég ekki við .orða-
flaum þann, sem nefndur er
„Ijóð í óbundnu formi“, heldur
á ég við tjáningu á lifinu sem
fyrirbrigði miðað við eilífðina,
en slíkt var eitt sinn óskiptur
akur ljóðskáldsins.
Hvað snertir form skáldsögu
framtíðarinnar, þá álít ég, að
])að muni likjast mjög formi þvi,
sem skáldsaga nútímans er í.
Skáldsagnaformið, sem hefur
sín vissu takmörk og sína vissu
drætti, jafnvel þótt það sé „þjált,
mótanlegt og víðfeðmt“, hefur
þróazt að slíku marki, að skáld-
sagan getur að vísu verið smærri
og stærri, dökkleitari eða bjart-
leitari, lagleg eða ólagleg ásýnd-
um, líkt og form hins mannlega
líkama, en form hennar getur
samt ekki breytzt á róttækan
hátt, án þess að notagildi henn-
ar minnki um leið. Mér virðist
þetta hafa verið sannað af ])eirri
staðreynd, að „tilraunamenn" á
sviði skáldsagnagerðar, svo sem
Joyce og Dorothy Richardsson,
liafa haft mjög lítil áhrif. Þau
framleiddu bæði ófrjó skrímsli,
sem sjaldan eru lesin.
Þær meiri háttar breyting'ar,
sein orðið hafa frá tímum skáld-
sagna Jane Austen til skáld-
sagna ungrú Ivy Compton- Burn-
ett, hafa verið á sviði tízku tima-
bilanna, en ekki þróunarlegs
eðlis.
Skáldsagan er sem sé prýði-
lega fær um að gegna tilgangi
sínum, en hann er tjáning okkar
ráðvilltu, sjálfsrýnandi siðmenn-
ingar.
Skáldsagnahöfundurinn Forst-
er spurði þessarar spurningar
fyrir 30 árum: „Mun sköpunar-
aðferðin á sviði listanna breyt-
ast? Með öðrum orðum: Getur