Úrval - 01.09.1963, Page 61
ENDURKOMA SÓLGUÐSINS
En Spánverjarnir beittu svik-
um og undirferli og réðust að
Inkum með ránum og morðum.
Á fimm árum fóru þeir ráns-
hendi um gervallt keisaradæmið
og rændu þar og rupluðu, kúguðu,
og drápu miskunnarlaust. Her-
menn Inkanna voru drepnir með
sverðum Spánverjanna og kon-
ur þeirra svivirtar eða seldar
i þrældóm. Þann 3. ágúst árið
1533 var Atahualpa kyrktur með
járnbandi á torginu i Cajamarca
samkvæmt fyrirskipun Pizarro
hershöfðingja. Þannig urðu
endalok liins dýrlega keisara-
dæmis Inkanna.
Eða urðu þetta raunverulega
endalokin?
í tvö ár hafði ég heyrt ein-
kcnnilegan orðróm um það, að
milljónir Indiána, sem nú búa
í Colombíu, Ecuador og Perú
og komnir eru af hinum upp-
runalegu Inkum, hefðu fundið
nýjan leiðtoga, semværibeinnaf-
komandi Atahualpa, og hefði
hann svarið þess eið frammi
fyrir hinum gyllta Guði Sólar-
innar í ónefndu þorpi, að hann
skyldi vinna aftur hvert fót-
mál hinnar helgu jarðar hins
forna, risastóra keisaradæmis
Inkanna og færa það aftur þjóð
sinni að gjöf.
Ég spurðist fyrir um þennan
orðróm víðs vegar i hinum háu
Andesfjöllum Perú, i fjallahér-
uðum Ecuadors, og í þorpum
frumstæðra Indíána i Colom-
biu við strönd hins bláa Kyrra-
hafs, en enginn þóttist hafa séð
þessa nýju frelsishetju Indíána
né heyrt hennar getið. Ég skoð-
aði orðróm þennan því slúður
eitt og gleymdi honum fljótlega.
En fyrir skömmu síðan, er ég
bjó i Lima, höfuðborg Perú,
hringdi maður nokkur i mig, og
þóttist hann hafa þýðingar-
miklar upplýsingar að flytja
mér, sem ég hefði áreiðanlega
áhuga fyrir. Við mæltum okkur
mót síðdegis sama dag á San
Martin-torginu.
Piltur þessi var augsýnilega
undir tvitugsaldri, og var hann
óblandaður Indiáni. Hár hans
var svart og strítt, og augu hans
voru dökkbrún, næstum á litinn
eins og húð hans.
„Við vitum ,að þér eruð vin-
ur Indíánanna,“ sagði hann,
„Við höfum lesið margar af
greinum yðar i dagblöðunum
okkar.“
„Ef til vill vilduð þér koma
í smáferðalag með mér, frú,“
sagði hann á sinni kliðmjúku
spænsku. „Það er fólk, sem
vildi gjarnan hitta yður og
ræða viss mál við yður.“
Við gengum saman eftir enda-
lausri bendu af stuttum, þröng-
um götum og stígum i átt til
Indiánahverfis borgarinnar.