Úrval - 01.09.1963, Page 64
76
ÚR VAL
hann? Og hvernig ætlar hann aS
ná þessu markmiði sínu?“
Hugo brosti. „Yus-Etza fædd-
ist á sléttum Perú,“ svaraði
hann, „handan fjallanna, þar
sem forfeður hans hafa lifað í
ótaldar aldir. Þar hefur þeim
teldzt að komast hjá því að
blanda blóði við aðra en afkom-
endur Inkanna, því að þar eru
þeir langt frá áhrifasvæði hvíta
mannsins. Þar hafa þeir tilbeðið
Sólguðinn við altari hans, og
þar hefur keisaraætt Atahualpa
haldið lifi.“
HERMENNIRNIR STANDA
MEÐ OKKUR.
Þetta voru furðulegar upplýs-
ingar, þvi að ég hafði verið ein
hinna mörgu, sem voru á þeirri
skoðun, að Inkarnir hefðu
blandazt svo öðrum kynflokkum
og einnig Spánverjum, að ekki
væri lengur um að ræða óbland-
aða afkomendur Atahualpa,
heldur hefðu þeir liðið undir
lok fyrir löngu.
„Sé þessi Yus-Etza, sem þér
talið um, raunverulega af ó-
blönduðum keisaraættum,“ hélt
ég áfram máli mínu, „hvernig
búizt þér við, að örfáir fylgjend-
ur hans geti endurreist keisara-
dæmi Inkanna?“
„Mikill meiri hluta hermann-
anna, eða um 90%, eru óbland-
aðir Indíánar eða hafa Indíána-
blóð í æðum aÖ einhverju leyti,“
sagði Hugo. „Auðvitað standa
þeir með okkur.“
Þetta virtist vera allt of ein-
falt og auðvelt á yfirborðinu.
Það lék samt lítill vafi á þvi, að
væri Hugo að segja satt, gætu
Indíánarnir i gamla Inkakeis-
aradæminu gert slíka uppreisn,
að veröldin myndi leika á reiðu-
skjálfi.
Væru allir Indíánar blóðbönd-
um sinum trúir og tryggir, væru
ekki margir mótstöðumenn eftir,
og þá kæmust Indíánar í mjög
öfluga aðstöðu í fyrsta skipti
eftir sigur Spánverjanna, að-
stöðu, sem gæti haft fólgna í sér
mikla hættu.
Skin stjarnanna dvínaði, og
fyrsta skíma dögunarinnar kom
í ljós á snævi þöktum tindum
fjallanna umliverfis okkur. Ég
sá, að það var fullt af Indíánum
á veginum, og þeir liéldu allir
í sömu átt.
Skyndilega gerði ég mér grein
fyrir því, að þetta var sunnu-
dagsmorgunn, og tvímælalaust
voru því allir Indiánar i ná-
greninnu á leið til þess að sýna
Yus-Etza, liinum nýja leiðtoga
sínum, hollustu eða jafnvel til-
biðja hann.
Þegar við náðum upp í hæsta
fjallaskarðið, sá ég örlítið þorp
i grænum dal fyrir neðan, þegar
ég leit til vinstri.