Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 65
ENDURKOMA SÓLGUÐSINS
77
Hugo benti í áttina til þorps-
ins og sagði: „Þetta er staður-
inn, sem við erum að fara á. Þar
munuð þér sjá Yus-Etza.“
Þegar við komum í útjaðar
þorpsins, sáum við, að þúsundir
Indíána höfðu þegar safnazt
saman á torginu og biðu fullir
eftirvæntingar eftir þvi, að eitt-
hvað gerðist.
Við skildum jeppann eftir í
hliðargötu og ruddum okkur
braut i áttina til torgsins. Báð-
um megin götunnar stóðu þyrp-
ingar Indíána á gangstéttunum.
Þarna sá ég Indíánaaf að minnsta
kosti heilli tylft kynflokka eða
jafnvel fleiri, en hinir ýmsu
kynflokkar eru auðþekktir á sér-
stökum búningum sínum.
Allir voru þeir þögulir, og ein-
blíndu þeir allir i norðurátt.
Og þá heyrði ég skyndilega
fyrsta livella hljóðpíputóninn.
Hljómlistin var dapurleg og
virtist minna mann á Inkana.
Ég einblíndi í þessa átt og sá
nú eina þá einkennilegustu
sjón, er ég hafði nokkurn tíma
séð.
í áttina til min komu fjórar
persónur gangandi. í miðjunni
gekk Yus-Etza, en sitt hvorum
megin við hann gengu Indíána
konur með kerti í hendi. Á
eftir þessari þrenningu gekk
Indíáni, sem blés i hljóðpípu
úr bambusviði.
En athygli min dróst ein-
göngu að afkomanda Atahualpa,
hinum lifandi Guð Inkanna.
Þetta var drengur, á að gizka um
11 ára að aldri.
I höndum sér bar hann „gu-
agua de pan“, skreytta líkneskju,
sem Indíánar baka úr brauð-
deigi.
Er hann nálgaðist, sá ég, að
líkneskja þessi, sem var aðeins
um 12 þumlunga há, táknaði
djöful með rauðu horni. Á
vinstri öxl hans sat örlítill mað-
ur.
Ég virti unga drenginn fyrir
mér, er hann nálgaðist, og ég
tók sérstaklega eftir hinum
hvössu, stóru, brúnu augum
hans og alvörusvipnum á and-
liti hans. í augum hans var
glampi.
Hann var i röndóttu pilsi, er
var vafið utan um hann. Hann
var allsnakinn að ofan, að und-
antekinni keðju úr þungum gull-
kúlum, er hann hafði um háls-
inn. Um höfuð hans var smeygt
mjóu bandi úr ofnu efni, lit-
ríku mjög, og i þvi var tákn sól-
arinnar uppi yfir miðju enni
hans, og var það úr skíru gulli.
TÁKN SÓLGUÐSINS
Hugo hallaði sér í áttina til
mín og hvíslaði að mér, um
leið og drengurinn gekk fram
hjá: „Hafið þér tekið eftir hinu