Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 66
78
ÚR VAL
gullna tákni Sólguðsins á enni
hans?“
Ég kinkaði kolli.
„Það er sama táknið og Ata-
liualpa bar þann dag, þegar hann
var myrtur af Spánverjum í
Cajamarca."
Indíánakonur voru nú teknar
til að strá bikarblöðum blóma
á leið unga mannsins, er hann
gekk hratt eftir götunni, stein-
þegjandi. Að lokum hvarf hann
fyrir bugðu.
Ég stóð þarna þögul og kyrr
í nokkur augnablik og endur-
fifði i huga mér þá atburði,
sem nú höfðu gerzt.
Ég sneri mér að fylgdarmanni
mínum og sagði: „Nú trúi ég
yður. En segið mér eitt. Hve-
nær gefur Yus-Etza merki um,
að hefjast skuli handa? Hvenær
vita Indíánar, að nú sé dagur
hefndarinnar kominn?“
Lögfræðingurinn liristi höf-
uðið. „Ekkert okkar getur svar-
að þeirri spurningu,“ svaraði
hann. Yus-Etza einn mun vita,
þegar hið rétta augnablik er
komið.“
BEÐIÐ EFTIR HINU RÉTTA
AUGNABLIKI
Hugo hélt áfram máli sínu:
„Hann trúir því, og það gerum
við öll, að hann muni fá sér-
stakt merki um það frá Illa Tica,
sköpunargyðju Inkanna. Enginn
veit, hvenær merki það kemur,
en við munum bíða þess þolin-
móðir.“
En hvers vegna eruð þið
svona viss um þetta?“ spurði
ég.
„Á þessu getur enginn vafi
leikið,“ sagði Hugo alvarlegur
í bragði. „Sko, Yus-Etza fædd-
ist nákvæmlega klukkan 12 á
hádegi þann 24. júní fyrir 11
árum, en það er helgasti dagur
í trúarbrögðum Inka, þvi að þá
eru jafndægur, augnablikið, þeg-
ar sólin er á hátindi dýrðar sinn-
ar . . . . Yus-Etza er hinn fyrsti,
beini afkomandi Atahualpa, sem
fæðzt hefur á þessu sérstaka
augnabliki, það var fyrirboði
þess, að koma skal, og þess
vegna vitum við, að hann muni
leiða okkur til lokasigursins.“
„Furðulegt? Ótrúlegt? Vafa-
laust. En þetta eru lika furðuleg
lönd, þar sem hvað eina getur
gerzt.
Á næstu árum eða jafnvel mán-
uðum gæti það augnablik komið,
þegar upp úr syði og endir yrði
bundinn á 400 ár kristinnar
siðmenningar og hún þurrkuð
út í þessum heimshluta.
En hafa Inkarnir raunveru-
lega bolmagn til þess að risa
að nýju til þess að taka völdin
í landi forfeðra sinna og tilbiðja
sólina í gullhofum sínum?
Hefur 11 ára gamall dreng-