Úrval - 01.09.1963, Page 67
ENDURKOMA SÓLGUÐSINS 79
hnokki bolmagn til slíks, bara En þetta er furðulegt land,
vegna þess að hann fæddist við eins og ég sagði hér aS ofan.
jafndægur? Og í því getur hvaS eina gerzt.
»»««
KRANSÆÐASTlFLA VIÐ AKSTUR.
Kyrrsetur stuðla mjög að stúkdómum í kransæðum hjarta-
vöðvans, svo sem kunnugt er. Að þessu leyti — svo og á margan
annan hátt — stafar mönnum hætta af síauknum lífsþægindum,
sem m. a. stefna að því að losa menn við hreyfingar og erfiði,
bæði andlegt og líkamlegt, en um leið fara þeir á mis við þá
daglegu þjálfun, sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir viðhaldi
líkamsvélarinnar.
Hvergi í heimi er eins mikið um kransæðasjúkdóma og í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og Bandarikjamenn standa í
broddi fylkingar í hverskonar vinnuhagræðingu. Sem dæmi
skal hér nefnt, að nú geta bílstjórar ekið inn i svonefnda „Drive-
in“-veitingastaði og fengið afgreiddan mat og drykk án þess að
hreyfa sig út úr sæti sínu, borðað sig metta og ekið af stað.
Þetta kemur sér vel fyrir þá, sem eru að flýta sér eða nenna
ekki að hreyfa sig.
ETn hvað um afleiðingarnar ? Læknavísindin segja okkur, að
þegar menn sitja tímunum saman undir stýri i bíl, hálfkrepptir
og hreýfingarlausir, dragi úr blóðrennsli til lifrarinnar. Þar
við bætist, að þegar maginn er fullur af mat og þarmarnir
meira og minna útþandir af fæðumuki og lofti, ýtist þindin upp
á við, þrengir að hjartanu, torveldar þannig starf þess og getur
leit af sér kransæðakast og bílslys. Banvænum kransæðastíflum
við stýri á bíl fer yfirleitt fjölgandi ár frá ári.
Bílstjórar ættu því að nota hvert tækifæri til að fara út úr
bíl sínum og hreyfa sig. Og helzt ættu þeir ekki að aka af stað
þegar að lokinni þungri máltíð. Auk þess sem máltíðin verkar
á hjartað, svo sem að framan greinir, eykst blóðstreymið til
meltingarfæranna, en jafnframt dregur úr blóðsókn til heilans.
Af því leiðir, að menn eru oft Þreyttir og syfjaðir, er þeir hafa
etið sig metta, þannig að eftirtekt og viðbragðsflýtir, sem eru
nauðsynleg skilyrði fyrir öruggum akstri, hafa rénað meira en
svo, að hættulaust megi teljast.
(Úr KneippblátterJ.