Úrval - 01.09.1963, Page 69
UM SKÓGARFERÐIR
81
þyngri. Þeir hafa verið á Mósa“.
— „Já, hann er lika sterkasti
hesturinn í sveitinni, það segja
karlmennirnir". — „Hvað skyldu
þeir hafa lagt á folana“. Við lit-
um á öftustu baggana, þeir eru
miku minni. „Mósi hefur borið
eins og báðir folarnir“. —
„Skyldi Surtur ekki hafa verið
smeykur og reynt að setja af
sér? Ég veit að Glói hefur verið
þægur“. •— „Eigum við ekki að
byggja leynigöng? Við ráðum
við baggana ef við hjálpumst
að“.
Þessu líkar minningar koma
stundum upp i hugann. Minn-
ingar, sem geta ekki orðið eign
barna nútímans, vegna þess, að
athafnirnar, sem kveiktu þær
tíðkast ekki lengur. Ég veit, að
það gerast ennþá ævintýri, en
þau eru ekki alveg eins og áð-
ur var.
Skógarferðir voru i minni
sveit alveg sjálfsögð störf, allt
fram á fjórða tug aldarinnar.
Frá öndverðu hafa birkiskóg-
arnir verið notaðir til kolagerð-
ar í árefti og til eldiviðar. Fyrst
lagðist kolagerðin niður og verð-
ur ekki liugleidd hér. Hætt var
að gera yfir hús með viði þegar
bárujárnið komst í notkun.
Lcngst hélt slcógurinn gildi sínu
til eldiviðar.
Hesturinn okkar var svo nauð-
synlegur við þessi hálfgleymdu
vinnubrögð, að ef til vill mundi
blaðið, sem ber nafn hans, vilja
birta nokkrar hugleiðingar um
þessi efni. Þær verða ekki til
að segja frá afrekum einstakra
hesta, en ættu að geta orpið
nokkurri birtu á það, hve líf
og störf manna og hesta voru
samofin.
I minni sveit var skógur all-
mikið notaður til eldsneytis og
viðurinn sóttur í Þjórsárdal, að
Skriðufelli, Ásólfsstöðum og í
.Búrfellsháls, mest i Skriðu-
fellsskóg. Þangað var að heiman
frá Hæli um 20 km. leið. Ekki
var um annað að ræða en að
flytja viðinn á hestum og lagt á
eftir burðum hvers eins. Ég man
eftir, að baggarnir af Mósa, sem
ég minntist á að framan, voru
vegnir og reyndust vera 65 kg.
hvor og litlu léttari á Hofsjarp,
en hann var 51 þumlungur á
herðakamb, að bandmáli, en
Mósi tæpir 53.
Það er mikið vandaverk, að
viða á hest og óhugsandi að
viðvaningum takist svo vel fari.
Frá fermingaraldri til hálf-
þrítugs fór ég oftast tvær til
fjórar skógarferðir á ári, og
þóttist að lokum kunna sæmilega
til þeirra verka.
Flest atvik úr þessum ferðum
eru nú að sjálfsögðu fallin í
gleymsku, enda voru þau á
þeim tímum hversdagslegir við-