Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 70
82
ÚR VAL
burðir og því ekki talin neitt lík-
leg til söguefnis, nema eitthvað
sérstakt kæmi fyrir.
Eiríki á Minni-Mástungu hefur
orðið eftirminnileg ferðin í Búr-
fellsháls árið 1898, þegar hann
fann þar Kristin Jónsson frá
Tjörnum í Eyjafirði. Hann hafði,
sem frægt er orðið, villzt úr
fjárleitum norðan jökla, en á átt-
unda degi var hann kominn á
nmgetinn stað, dauðvona af
hungri og þreytu, enda vonlaus
orðinn um björgun. Pálmi Hann-
esson skráði sögu hans, og er
hún prentuð í Göngum og réttum
II b. og jafnvel víðar.
Fyrsta þátttaka min í skógar-
ferðum var vorið 1923. Eirikur
Loftsson í Steinsholti og Loftur
Bjarnason á Iðu, þá ráðsmaður
hjá móður minni, gerðu ferð
sína nálægt sumarmálum í Búr-
fell til að fella við, sem sækja
átti síðar um vorið. Þetta var
gert vegna þess, að skógurinn
þyngist mjög er hann laufgast.
Þeir fóru snemma morguns laus-
riðandi og felldu við mikinn
hluta dags, en að kvöldi riðu
þeir að Skriðufelli og gistu þar.
Til þess að ferðin notaðist sem
bezt, var gert tráð fyrir, að þeir
tækju heim með sér úr Skriðu-
fellsskógi við á þá hesta, sem
væru tiltækir, en á þeim tíma
árs voru ekki á járnum nema
liauðsynlegustu Jirúluinarliestar,
Þannig lágu atvik að því, að
við Jón i Steinsholti vorum
sendir með reiðingshesta að
heiman frá okkur til móts við
áður nefnda menn. Veður var
með hægð, en lítils háttar élja-
gangur um morguninn, svo að
snjó festi á jörð, en fljótlega létti
éljunum og tók þá upp snjóinn
og gerði bezta veður. Eirikur og
Loftur voru langt komnir að viða
á hestana, er við hittuin þá inn
í Kornásum, en þeir eru vestan
undir felli því, sem bærinn
Skriðufell ber nafn af. Þar var
allgóð aðstaða til viðarhöggs.
Allt gekk eins og i sögu, eða rétt-
ara sagt, eins og þegar engin
saga verður. Mér er þó minnis-
stætt Kornásaklifið, snarbrött
brekka, sem fara varð niður með
lestina um leið og lagt var af
stað, en það var ærið óhentugt,
meðan reiðingar og baggar voru
ekki almennilega setztir á hest-
ana.
Um Jónsmesssuleytið var farin
ferðin í Búrfellsháls og sóttur
viðurinn, sem felldur hafði ver-
ið um sumarmálin. Ég taldi mér
það mikið happ, að á siðustu
stundu róðst það, að ég var lát-
inn fara með, sem aukamaður.
Tveir röskir menn áttu að fara
og höfðu 16 hesta til áburðar,
sumir fengnir að láni frá næstu
bæjum. Með þetta marga hesta
þótt rétt aö hafa strák til snún-