Úrval - 01.09.1963, Page 75
VM SIÍÓGARFERÐ1R
87
Litlu Reykjum, en hann fór þá
á hverju hausti í eftirleitir.
Hann átti þá bieika hryssu,
sem var orðlagður fjörhestur.
Sú bleika lét ekki að sér hæða,
þegar hún kom á grasflötina á
Hallslaut, ætlaði hún að ærast,
og vildi ólm taka sprettinn.
Okkur þótti mikið um, að eng-
inn hilbugur skyldi vera á henni,
eftir margra daga ferð á vegleys-
um og henni alltaf riðið einhesta.
Páll kom nú út yfir ána til
okkar, en tafði ekki lengi, allir
höfðu nóg við tímann að gera.
Við höfðum nú viðað á lest-
ina og hag'rætt böggunum og
valið hverjum hesti klyfjar, tek-
ið okkur bita, og þá var að þvi
komið að búast til heimfarar.
Hestarnir höfðu lítið hreyft sig.
Við tókum þá hvern af öðrum,
girtum á þeim, eftir heztu getu,
því mikið reið á, að ekkert hagg-
aðist, þegar komið væri af stað.
Einn erfiðasti spretturinn var
að láta upp. Svo virtist sem kom-
inn væri ferðahugur í klárana,
og vildu þeir oft snúast og af-
laga á sér, ef lengi stóð á að
komast af stað. Margt gat þó
orðið til tafar. Baggar fóru ekki
alltaf svo vel sem skyldi. Stund-
um nægði að setja lim á milli,
ef reiðingurinn var ekki nógu
þykkur. Fyrir kom að setja varð
gjarðasila, þar sem ekki hafði
verði gert ráð fyrir því, einnig
gat þurft að klippa lurk úr, ef
hann var líklegur til að setjast
í hestinn.
í þetta sinn, þegar við vorum
að leggja af stað, varð fyrir okk-
ur töf, sem við höfðum ekki gert
ráð fyrir. Yfir hliði afréttargirð-
ingarinnar var virstag, svo lágt,
að allir baggar rákust þar i, svo
að hestarnir stóðu íastir. Stagið
var svo rammgert, að við höfð-
um engin tæki til að leysa það,
og vantaði okkur þó ekki vilj-
ann. Sannaðist þá á okkur, að
það hamlar mörgum illt að gera
að geta það ekki. Yið urðum nú
að leysa hestana í sundur og
teyma hvern fyrir sig að hlið-
inu og ganga siðan aftan undir
baggana og steypa þeim fram
um leið og við hottuðum klár-
unum gegnum hliðið. Þetta olli
meiri erfiðleikum en ætla má
að þeir skilji, sem eltki sáu til.
Hestarnir vildu æða áfram, áður
en við náðum til bagganna, og
svo vildu þeir fremur fara aftur
á bak en áfram, er baggarnir
komu í höfuð þeirra.
Það fór eins og við bjuggumst
við, að dagurinn varð of stuttur,
þó höfðum við bjart fram að
Haga, og það var mikilvægast,
því meiri hætta var á, að eitt-
hvað haggaðist á hestunum fyrst.
Á sumum hestunum sat svo vel,
að ekki þurfti að laga á þeim
aila leið, enda gekk allt vel, þó