Úrval - 01.09.1963, Síða 76
88
ÚR VAL
við yrðum að notast við tungls-
birtu hálfa leiðina.
Ég játa, að ég varð sjáldan
eins örþreyttur eins og eftir
svona ferðir, og hvildin var
harla góð, þegar heim var kom-
ið.
Þeim fækkar nú, sem reynslu
hafa af þessum störfum og hest-
arnir, sem báru viðarldyfjarnar
í eldinn handa okkur, eru allir
gengnir.
Ekki er óskandi, að þeir tím-
ar komi, að þessi vinnubrögð
verði tekin upp aftur, en alltaf
munu vekjast upp ný viðfangs-
efni, sem skapa nýjum kynslóð-
um þroska og lífsfyllingu.
HEILSUBÖKHALD.
Nýtt „heilsuvegabréf" af þægilegri vasabrotsstærð, sem heim-
ilislæknirinn á að fylla út, veitir sérhverjum lækni eða sjúkra-
húsi hvar sem er tafarlaust nauðsynlegar upplýsingar um heilsu-
far þitt og sjúkrasögu. Þetta gerir alls ókunnum læknum það
fært að halda áfram læknisskoðun þeirri, sem heimilislæknir
þinn hóf. Það veitir upplýsingar um hina réttu bráðabirgða-
meðhöndlun vegna hjartasjúkdóma, sykursýki eða annarra al-
varlegra kvilla. Það veitir upplýsingar um blóðflokk vegabréfs-
hafa, tegund ofnæmis, niðurstöður röntgenmynda og annarra at-
hugana rannsóknastofa og veitir allar upplýsingar um þær lækn-
ingaaðgerðir, sem sjúklingurinn hefur nýlega orðið að láta gera
á sér.
Upphafsmaður þessa „vegabréfs", sem kostar rúman dollar,
er dr. Claude E. Forkner, prófessor í lyflækningum við lækna-
deild Cornellháskóla. Hann bendir á, að oft verði tafir á því að
afla nægilegra og réttra upplýsinga um sjúklinginn, þegar veik-
indi og sjúkdóma ber að höndum, upplýsinga, sem kunna að hafa
mikla þýðingu, hvað snertir rétta og tafarlausa sjúkdómsgreiningu
og meðferð. Mælt er með notkun slíkra vegabréfa, jafnvel þótt
vegabréfshafi sé ekki að leggja af stað í utanlandsferð.
Howard A. Rusk, M.D. í New York Times.
WW'
Menn fyrirgefa heldur fögrum djöfli en ófríðum engli.