Úrval - 01.09.1963, Síða 80
92
ÚR VAL
og veiðivörðum, sem eru veiði-
verðir og veiðiþjófar í senn, þá
þarf maður að vera nofckuð klók-
ur kvenmaður. Og karlmönnum
er skrambi illa við slíkt. Þeir
segja, að það sé svo ókvenlegt.
Já, og svo var það spurningin
viðvíkjandi menntuninni. „Er há-
skólamenntun raunverulega nauð-
synleg fyrir karlmenn, eða er
bara um eyðslu fjármuna að
ræða?“ Þegar mér verður hugs-
að til flestra karlmanna, sem ég
þekki, og starfa þeirra, sem þeir
vinna, þá finnst mér, að háskóla-
menntun sé þeim eins nauðsynleg
og kjóll frá Dior væri kúnni í
haganum. Þeir þarfnast aðeins
háskólamenntunar til þess að
einhverjar velmenntaðar stúlikur
líti við þeim og séu ef til vill til-
leiðanlegar til þess að giftast þeim
og ala upp börnin þeirra, svo
að þau megi vita um eitthvað
fleira en siðustu verðbréfaslcrán-
ingar kauphallanna. Já, ég vildi
einnig spyrja annarrar spurning-
ar: „Færa þeir sér menntun sína
í nyt, eftir að þeir giftast?" Þessi
spurning er blátt áfram hlægi-
leg. Þeir sofa allan annan þátt
á hverri þeirri sýningu, sem
krefst meira af þeim en „My
Fair Lady“ gerði. Þeir ætlast til
þess, að kvenfólkið lesi ritdóma
fyrir þá og skýri þeim síðan að-
eins frá útdrætti þeirra.
Og að lokum mætti nefna það,
að engar umræður um karlmann
á miðri 20. öldinni væru full-
komnaðar án hinnar miklu, sí-
gildu spurningar: Hvers vegna
geta lcarlmenn ekki látið sér
nægja að vera bara karlmenn,
sem vinna fyrir launum, ferðast í
vinnu og úr, lesa Fjármálatíðind-
in og raka sig dag eftir dag?
Er það ekki hið dásamlegasta í
þessari veröld að geta látið vaxa
á sér skegg og reiltnað hugareikn-
ing og komizt hjá því að kasta
upp á hnefaleikakeppni? Hvers
æðra gæti nofckur krafizt af líf-
inu ?
Eða er það ef til vill mögulegt,
að fullvaxin persóna, karlkyns
■eða kvenkyns, sé það ekki nóg
að vera skilgreind á svo einfald-
an og auðveldan hátt? Ef til vill
verður það skemmtilegt að vera
bara karlmaður eða bara kven-
maður, þegar einhver grund-
völlur fyrir skynsamlegan sam-
anburð er fyrir hendi.
Notir þú góðverk þin sem verzlunarvöru, verður sálin fljótt
gjaldþrota.