Úrval - 01.09.1963, Síða 82
94
ÚRVAL
þegar um vandkvæöi vegna blóð
þrýstings er að ræða.
Nokkur lyf voru síðan fund-
in upp, sein Iiöfðu áhrif á taug-
arnar, sem stjórna útvíkkun og
samdrætti slagæðanna. Þetta
stjórnar svo innra þvermáli æð-
anna, þ.e. liversu opnar þær eru,
en það liefur úrslitaáhrif á blóð-
magnið og hraða blóðstraums-
ins um þær, sem er auðvitað
hið sama og blóðþrýstingur.
Hann er mældur með sérstökum
mæli, sem skýrir frá þrýstingn-
uin, bæði þegar hjartalokurnar
eru opnar og lokaðar.
Þegar tölur slíks mælis eru
skráðar, skrifa iæknar fyrst
töluna fyrir þrýstinginn, þeg'ar
lokurnar eru opnar, setja siðan
strik þar undir og skrifa svo
hina tölunna fyrir neðan skrik-
ið. Venjulegar tölur slíkra mæl-
ingar í heilbrigðum, fullorðnum
manni eru um 120/80, en tölur
manns með mjög háan blóðþrýst-
ing kunna að vera 250/140.
Flest fyrri lyf, sem notuð
voru til þess að koma blóðþrýst-
ingnum niður í öruggar tölur,
höfðu þann alvarlega ókost, að
þau ullu oft miklum þunglyndis-
köstum, og einnig höfðu þau
aðrar óþægiiegar aukaverkanir.
Þau voru samt oft of mild til
þess að nota gegn slíkum sjúk-
dómi á mjög háu stigi, og varð
að halda slíkum tilfellum í skefj-
um með lyfjum, sem voru á hinn
bóginn of sterk fyrir slíkan
sjúkdóm á tiltölulega vægu stigi.
Hið nýja lyf virðist einmitt
gagna þeim sjúklingum me st,
sem fyrri lyfin hjálpuðu ekki
mikið. Það verkar á þann hátt,
að það grípur fram í eðlilega-
efnaskiptingu og efnasamsetn-
ingu i líkamanum, en slíkt á-
stand sjúklinga með of háan
hlóðþrýsting veldur því, að þeir
framleiða of mikið af vissum
aðalefnum, sem áhrif hafa á
stærð eða innanmál slagæðanna.
Annar mikill kostur er það,
að lyfið hefur alveg jafngóð
áhrif, hvort sem sjúklingurinn
liggur eða stendur, öfugt við
flest önnur lyf, sem miða að því
að minnka þlóðþrýsting. Auka-
verkanir Aldomets eru ekki
nærri eins alvarlegar og annarra
lyfja. Það hefur stundum væg
þunglyndisköst i för með sér,
en hægt er að vinna gegn þeim
með réttri meðferð.
Aðrar aukaverkanir eru þær,
að munnurinn verður þurr og
ólag getur komizt á meltinguna,
en venjulega er hægt að liafa
hemil á þessu með því að breyta
magni lyfjagjafarinnar. Hin
vægu róandi áhrif, sem það lief-
ur á sjúklinga, sem taka það i
fyrsta skipti, eru oft til bóta,
þar eð margt fólk með of háan
blóðþrýsting eru einmitt á-