Úrval - 01.09.1963, Page 89
IngN
hjónin
«g
tengdafólkið
Foreldrar ættu að sýna
varkúrni, er þeir gagnrýna börn
sín fyrir makaval þeirra.
Nýgift hjón ættu að
forðast að endurtaka slíka
gagnrýni foreldra sinna.
Slíkt gæti auðveldlega
skapað tengdavandamál.
Eftir Robert McAllister, M. D.
ÐUR en ungt fólk
gengur í hjónaband,
eru foreldrar annars
hvors aðilans eða
beggja, oft þá þegar
á móti makavali sonarins eða
dótturinnar. Stundum hefur
slík vanþóknun foreldra nægileg
áhrif til þess að koma i veg fyr-
ir hjónaband, sem annars hefði
verið stofnað til. Þessi vanþókn-
un foreldra er ekki alltaf heilla-
vænleg fyrir soninn eða dótt-
urina, sem er að hugsa um að
ganga i hjónaband. Foreldrarn-
ir hafa ef til vill of miklar á-
hyggjur af þjóðfélagsstöðu eða
fjárhagsástæðum tilvonandi
tengdasonar eða tengdadóttur
eða þau vilja ekki vegna eigin
hagsmuna, að dóttirin eða son-
urinn giftist.
Hið trúlofaða par kann að
skoða vanþóknun foreldra á trú-
lofuninni sem fremur óþægilegt
fyrirbrigði, en ekki þó svo, að
það taki því að gera sér áhyggj-
ur af þeim sökum. En þessi
vanþóknun við upphaf sam-
bands hinna ungu breytist sjald-
an eftir giftinguna. Þá munu
foreldrarnir ef til vill reyna að
leyna óánægju sinni eða ógeði.
Þau munu ef til vill reyna að
breiða yfir fyrri gagnrýni eða
gera lítið úr henni. En því mið-
ur hefur gagnrýnin þegar verið
borin fram, og það er eklti hægt
að neita þeirri staðreynd.
Svo þegar ljómi hveitibrauðs-
daganna tekur að dvína og ungu
hjónin fara að glíma við það við-
fangsefni, að semja sig að hátt-
um og skapgerð hvors annars,
— The Sign.
101