Úrval - 01.09.1963, Side 92
104
ÚRVAL
Wallis Bastburn Howe arkitekt
og kona hans eignuðust sex börn
og var 23 ára aldursmunur á því
elzta og yngsta. „Já, ekki vantar
fjölbreytnina í líf mitt,“ sagði
Howe eitt sinn við vin sinn. „Áður
en ég fer i rúmið, verð ég að sjá
um, að yngsti sonur minn fái
pelann sinn . . . og sá elzti fái
ekki pelann sinn.“
-&•
Alexander Woolcott sálugi var
sendur til Frakklands sem lið-
þjálfi i hjúkrunarsveit í fyrri
heimsstyrjöldinni. Liðsveitin sett-
ist að í ömurlegum herbúðum ná-
lægt Le Mans. Mennirnir bjuggu
i lekum tjöldum, og undir fletum
þeirra var leðja, jafnvel stórir
pollar.
Woollcott var svo heppinn að
verða fluttur. Hann var sendur
til Parísarskrifstofu herblaðsins
„The Stars and Stripes", og hann
eyddi þeim tíma sem eftir var af
stríðsárunum, i vellystingum
praktuglega, borðaði kvöldverð í
Ritzhótelinu, bauð vinum til
drykkju á gangstéttarkaffihúsum
og naut óspart lífsins. Þegar stríð-
inu lauk, sigldi hann aftur til
Ameríku á herflutningaskipi, og
Þá hitti hann félaga sinn frá her-
búðunum i Le Mans.
„Þú varst nú meiri bjáninn að
láta senda þig burt!“ sagði félagi
hans.
„Nú, hvers vegna?“ spurði
Woolcott.
„Nú, í vikunni eftir að þ'ú fórst,
voru sett trégólf i tjöldin okkar.“
•%%■
Einn af bæjarfulltrúunum
labbaði sig niður á verbúðar-
bryggju og horfði á bátana leggja
upp afla sinn. Hann bað um að
fá keypta nokkra þorskhausa í
soðið. „Hve, marga?" spurði sjó-
maðurinn. „Já, svona sjö til átta.“
„Það er fulllítið,“ var svarið. „Þú
verður að fá svo marga, að þeir
séu ályktunarhæfir."
Víkingur.
■&*
Kona nokkur kom nýlega inn
í Austurríki og bað um vín. Hún
var auðsjáanlega í vandræðum
með tegundina, svo að búðarmað-
urinn spurði, hvort nota ætti það
við kjöt eða fisk.
„Nei, það er handa járnsmið."
Víkingur.