Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 97
ÓSKÖP VENJULEGUR LÖGFRÆÐINGUR
109
háður. Ted Rozendal, handa-
vinnukennarinn í 7. bekk, lagði
sínar stóru, þolinmóðu hendur
ofan á hinar litlu, áköfu hendur
Vernons og sagði: „Hérna er
lóðunartæki. Þreifaðu á því. Ég
skal sýna þér, hvernig það fest-
ir saman málmhluti. Svo skaltu
sjálfur byrja á eigin spýtur.“
Svo má einnig nefna hann
Merten Hasse, gagnfræðaskóla-
kennarann, sem kenndi honum
náttúrufræði, eðlisfræði og
skyldar námsgreinar. „Auðvitað
geturðu búið til útvarpstæki.
Ég skal bara sýna þér, hvernig
á að gera það. „Og með hjálp
bjó drengurinn til útvarpssendi-
tæki og móttökutæki og fékk
leyfi til þess að senda og taka á
móti með slíkum tækjum, sem
áhugamaður.
Einnig má nefna dr. E. A.
Rudolph, augnlækninn i Aber-
deen, sem vissi, hversu ofboðs-
legan viljakraft og þrákelkni
Vernon þurfti að hafa til að bera
til þess að framkvæma hinar
einföldustu athafnir, sem aðrir
framkvæmdu fyrirhafnarlaust.
Hann vissi, að þetta var piltin-
um kvöl. Hann vissi, hversu
heitt hann óskaði þess að mega
lifa án ótta í hinni einkennilegu
veröld sinni.
En dr. Rudolph hafði einnig
vit á sálfræði. Vernon fylltist
eitt sinn megnasta vonleysi eftir
augnskoðun hjá honum og staul-
aðist út úr lækningastofunni líkt
og i fullri uppgjöf. Dr. Rudolph
fylgdi honum eftir og kallaði til
hans í kveðjuskyni í áheyrn
allra sjúklinganna í biðstofunni:
„Jæja þá, vertu þá vonlaus,
blindur asni. Rlessaður vor-
kenndu sjálfum þér. Annað
geturðu víst aldrei héðan i frá!“
Vernon æddi út, auðmýktur og
ofsareiður og sagði með sjálfum
sér: „Ég skal sannarlega sýna
þessum .... þessum . .. ., hvað
ég get! Ég skal sýna öllum, hvað
ég getl“
Þegar Vernon hafði lokið
námi i gagnfræðaskóla, gekk
hann í kennaraskólann i Aber-
deen. Samtímis því rak hann
blaðsölu í pósthúsinu til þess
að safna sér fé til náms i laga-
deild háskóla.
í kennaraskólanum lcynntist
Vernon stúlku nokkurri, Betty
að nafni. Hún átti sér dásam-
lega framtiðardrauma. Og hún
sá svo ótal margt gott í fari
Vernons, margt, sem töfraði
hana. Hún varð ástfangin af
piltinum, sem vann samkeppni
í ræðumennsku, sem var sá
skemmtilegasti i skólanum, sem
dansaði bezt, sem var laglegast-
ur ____sem var bezta manns-
efnið þar.
Betty beið hans, á meðan hann
nam lög við Háskóla Suður-Da-