Úrval - 01.09.1963, Síða 101
ÁÐFERÐIR VIÐ LÆKNINGU BRUNASÁRA
113
hreint lak og fluttur í sjúkrahús.
Um er nú að ræða tvær aðal-
aðferðir við læknun brunasára.
Önnur er aðferðin, sem nefnd er
„exposure-aðferðin“, er i þvi
fólgin, að brunabletturinn er
meðhöndlaður sem meiri háttar
sár, sem krefjist læknismeðferð-
ar líkamans i heild. Venjulega
er ekkert borið i sárið nú búið
um það. Loft er látið leika um
það, en líkamshlutinn er gerður
óhreyfanlegur eftir föngum,
meðan á græðingu stendur. Um
góða græðingu yfirborðsbruna-
sára hefur verið að ræða á 1-4
vikum með notkun þessarar að-
ferðar, ef ekki hefur myndazt
spilling i sárinu. Sjúklingnum
eru gefnar penicillinsprautur
sem hluti af meðhöndluninni.
Andstæður aðferðar þessarar
eru „þrýstiumbúðirnar“, sem
byrjað var að nota i siðari
heimsstyrjöldinni og notaðar
hafa verið æ síðan. Hinir sködd-
uðu yfirborðsvefir brunasvæði-
sins eru þaktir sárabindi, sem
er gegnvætt i „petrolatum“.
Lagðir eru við sárið 8-10 þuml-
ungar af sárabómull, og henni
er haldið á sinum stað með
þéttu teygjusárabindi, sem gegn-
ir því hlutverki að draga úr
leka vökva um sárið. Þessar
umbúðir eru hafðar um sárið í
8-14 daga, nema spilling komist
i það. Með þessari aðferð er
minni háttar eða djúp, gróa
þannig á 1—4 vikum, ef spilling
kemst ekki í sárið.
Ásamt þessari meðhöndlun er
e;nnig ráðizt að brunasárinu
innan frá með gjöf penicillins
og svipaðra lyfja og mikilli gjöf
blóðs eða efna úr blóðinu, svo
sem blóðvökva eða albumins.
Hvað mataræði slíks sjúkl-
ings snertir, þá þarf fyrst og
fremst að láta hann neyta kjöts
og annarrar fæðu, er inniheldur
mikið af eggjahvítuefnum. Ráð-
lögð er neyzla 125 gramma af
eggjahvítuefni á dag, og er þá
átt við eggjahvítuefni eitt, en
ekki bara kjöt. Það mun þurfa
að minnsta kosti puud af bein-
lausu, góðu kjöti til þess að fá
slíkt magn eggjahvítuefnis úr
því.
Illa brenndir sjúklingar þjást
af taugalosti, og blóðskorti. Lifi
þeir af fyrsta stig taugaáfalls-
ins, þjást þeir oft af nokkurs
konar eitrun, sem stafar af þvi,
að líkaminn hefur tekið í sig eit-
urefni úr brenndum vefjum eða
úr spilltu sári eða hvoru tveggja.
Fyrst og fremst er liaft vakandi
auga með taugalostinu. Það get-
ur jafnvel komið fyrir, þótt um
lítills háttar brunasár sé að
ræða. Langsamlega oftast er það
fylgifisltur mikilla bruna-
skemmda eða fylgir rétt á eftir
slysinu, og 65—75% dauðsfalla