Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 103
AÐFERÐIR VIÐ L/EKNINGV RRUNASÁRA
115
þunnum aluminumþynnum, sem
dr. Alfred W. Farmer í Tor-
onto hafði fundið upp. Þetta var
i fyrsta skipti, sem aluminum-
þynnur höfðu verið notaðar á
þann hátt, þ. e. við meðhöndl-
un á brunasárum um allan lík-
amann.
Mjög „athyglisvert“ reyndist
það, hversu mjög dró nú úr
kvölum. Innan 20 mínútna gat
sjúklingurinn notið hvildar án
mikilla óþæginda, að þvi er virt-
ist. Til frekara öryggis voru hon-
um gel'nir vökvar í æð og penic-
illin. Aluminumþyrinurnar, sem
líta út eins og innri umbúðir
vindlingapakka, mynda nokkurs
konar innsiglislag fyrir líkams-
víkvana, sem seitla úr brunasár-
um. Þær hjálpa til þess að drepa
sýkla og flýta fyrir græðingu.
»»««
KONURNAR OG HEIMILISTÆKIN
Dr. Ernest Dichter álítur, að hefði rafmagnið kyn og væri
gefið eitthvert kyntákn í frumstæðu þjóðfélagi, væri það kari-
kyns. Rafmagnið og tækin, sem það þjónar, eru karlkyns í eðli
sínu: „Hvað konurnar sneritir, eru tækin búin til til þess að
koma í stað. karlmannsins, sem var vanur að vinna erfiðustu
störfin fyrir mörgum áratugum," segir dr. Dichter.
Viðhorf konunnar til rafmagnstækja er samrunnið almennu
viðhorfi hennar til húsmóðurstöðunnar. Dr. Dichter álítur, að
um sé að ræða þrjú Hin „sanna húsmóðir," sem hefur eingöngu
áhuga fyrir heimilinu, konan, sem gegnir störfum utan heim-
ilisins og hatar heimilisstörf, og að lokum sú eiginkona, sem
hefur jafnvægi til að bera og vinnur bæði innan og utan heim-
ilisins.
Um 60% kvenna eru af þeirri tegund, sem nefnd er „hin
sanna húsmóðir" en tala slikra kvenna fer sílækkandi. Um 25%
þeirra kvenna, sem dr. Dichter ræddi við i sambandi við rann-
sókn sína, voru fullt.rúar kvenna, sem höfðu ofangreint jafnvægi
til að bera. Hin 15% voru konur, sem hafa eingöngu áhuga
fyrir störfum utan heimilanna. Kröfur þeirra á hendur raf-
magnstækjum eru ósanngjarnar og óraunhæfar í hæsta máta. Þær
bjuggust við allt of miklu. Þær bjuggust við því, að þau væru
alltaf í lagi.