Úrval - 01.09.1963, Page 104
Tilræðið við de Gaulle
De Gaulle hafði verið sýnt banatilræði nokkrum
sinnum áður, en þelta var það tilræðið, sem var
ofdirfskufyllst, bezt skipulagt og komst næst því
að heppnast. Það varð tilefni til einnar þeirrar
víðtækustu „mannleitar“, sem framkvœmd hefur
verið í sögu Evrópu.
Eftir Charlotte og Denis Plimmer.
opnuðu mennirnir í
gula sendiferðabíln-
um, sem stóð við
gangstéttarbrúnina,
hleyptu af skotum
sínum iklukkan 8.10
e. h. þ. 22. ágúst, 1902. Færið var
aðeins 18 metrar. Tengdasonur
de Gaulles sat í framsæti Citroen-
bifreiðar Charles de Gaulles
Frakklandsforseta, sem var á
hraðri ferð í áttina til Villacou-
blay-flugvallar, sem er 9 mílum
fyrir suðvestan París. Hann
hrópaði til forsetans: „Kastaðu
þér á gólfið!“ En franski forset-
inn, sem sat í aftursætinu ásamt
eiginkonu sinni, hreyfði sig ekki.
Hann spurði bara, hvers vegna
lífverðirnir þrír í lífvarðarbif-
reiðinni, sem á eftir fylgdi,
svöruðu ekki skothríðinni.
Um 45 metrum fyrir framan
þá stóð önnur bifreið rétt hinum
megin við hornið á lítilli hliðar-
götu til vinstri. Það var blá fólks-
bifreið. Þegar bifreið de Gaulles
kom að þeim gatnamótum, hófu
tveir vopnaðir menn í þeirri bif-
reið ofsalega vélbyssuskothríð á
de Gaulle. Rúður splundruðust.
Kúlur skullu inn í skrokk Citro-
en-bifreiðarinnar. Göt voru skot-
in á tvo hjólbarða hennar. Ein
kúlan þaut nokkrum þumlungum
frá höfði de Gaulles. Bifreiðar-
stjórinn steig bensíngjafann i
botn, og bifreiðin þaut fram hjá
116
— Reader's Digest —