Úrval - 01.09.1963, Page 112
Lífið er að mestu
byggt upp af venjum, illum eða
góðum, þannig
verða einnig ósannindi til.
Það er grundvaUarat-
riði í uppeldinu, að börnum sé
kennt að virða
sannleikann.
Segip þú
barni þínu
allfaf satt?
Eftir Hannes J. Magnússon, skólastjóra.
i/lflíöP
inhver versti óvinur
mannkynsins er lyg-
;in. Hún er sjúkdóm-
! ur i menningarlifi
hDUÍilJIJIJÍflflfö þjóða og einstakl-
inga, eins konar krabbamein,
sem eitrar út frá sér og sáir
fræjum tortryggni, úlfúðar og
haturs. Þetta er vanþroskasjúk-
dómur, sem eigi verSur læknað-
ur með öðru en auknum menn-
ingarþroska. Barátta siðmenn-
ingarinnar við lygina verður
því að byrja i uppeldinu, eins
snemma og hægt er. Hún tekur
á sig alls konar gervi. Stundum
birtist hún eins og sakleysið
sjálft, sem mennirnir gera gælur
við, en á öðrum tíma eins og
ógrímuklædd ófreskja, svo sem
í styrjöldum og i deilum Jújóða
á milli. Þá er bún orðin að
heimslygi. En hvar hyrjar lygin
og hvar endar hún? Það er erf-
itt að segja hvar hún endar,
þangað sjáum við elcki enn, en
hún byrjar tvimælalaust hjá
barninu á mjög ungum aldri.
Fyrst ósjálfrátt, en síðar sjálf-
rátt.
Hér verður fyrst nokkuð vikið
að ósannindum barna. Það má
skipta þeim í flokka eftir eðli
sínu. Vil ég þá nefna þau ó-
sannindi, sem stafa af þroska-
leysi. Á því stigi eiga börnin
mjög erfitt með, eða geta alls
ekki greint, hvað satt er eða ó-
satt. Kannski væri réttara að
orða það svo, hvað sé raunveru-
legt eða óraunverulegt? Slík
ósannindi eru mjög tíð á for-
skólaaldri og jafnvel fram á
skólaaldur, ef um lítt þroskuð
124
— Heimili og skóli —