Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 113
SEGIR ÞÚ BARNI ÞÍNU ALLTAF SATT?
125
börn er að ræða. Þessi ósann-
indi eru sjaldan alvarleg, og
varast skyldi að refsa börnum
á nokkurn hátt fyrir þau, en
vera samt á verði gagnvart þeim.
Börnin myndu ekki skilja slíka
refsingu.
Þessi ósannindi eiga sér
tvennar rætur. Annars vegar er
það sterkt ímyndunarafl, sem
leiðir börnin þarna afvega, en
hins vegar rik löngun til að
stækka sig í augum annara.
Börn á þessum aldri eru sem
sé dálítið grobt)in, einkum
drengir. Þegar foreldrar telja,
að kominn sé timi til að venja
þau af þessum ósið, eiga þeir
með góðlátlegum bendingum að
sýna þeim fram á, að svona
sé þetta ekki í raun og veru,
þau verði að segja rétt og satt
frá. Ef það dugar ekki, má reyna
að láta börnin finna til þess,
að þeim sé ekki trúað. Það verð-
ur þeim eftirminnileg áminning
um að segja satt. Þessi ósann-
indi venjast af flestum börnum
með vaxandi þroska og leið-
beiningum foreldra. Þetta fylg-
ir þó einstaka mönnum alla ævi.
Stundum er það misheppnuðu
uppeldi að kenna. Þarna hafa
foreldrar ekki verið nægilega
á verði, en stundum stafa þessi
lítt læknandi ósannindi af ein-
hverri vanmáttarkcnnd og ytri
aðstæðum, sem einstaklingurinn
reynir að bæta sér upp með
sjólfsblekkingum og ósannind-
um. Eittlivert átakanlegasta
dæmið um slika menn var ó-
gæfumaðurinn Sölvi Helgason.
Hér skal nefnt dæmi um ó-
sannindi, sem stafa af saklaus-
ri einfeldni:
Fyrir nokkrum árum kom til
mín í skólann 7 ára drengur,
ásamt bróður sínum, sem ein-
hverra hluta vegna hafði ekki
komið til innritunar með liin-
um 7 ára börnunum.
„Kann hann að lesa?“ spurði
ég bróður hans, er ég hafði
skrifað nafn hans.
Bróðirinn svaraði fáu.
„Kanntu að Iesa?“ spurði ég
svo drenginn sjálfan.
„Já, dálítið," svaraði sá litli
íbygginn. Og svo hófst lestrar-
prófið. Hann virtist ekki þekkja
nokkurn staf.
„Hefurðu verið í smábarna-
skóla?“ spurði ég.
„Nei,“ sagði sá litli.
„Hefirðu þá lært heima?“
„Já, ég byrjaði í gær,“ sagði
sá litli.
Þar með var prófinu lolcið.
Þessi drengur hafði ekki hug-
mynd um, hvað það var að læra
að lesa.
Ósannindi, sem stafa af sterku
ímyndunarafli og löngun til að
lifa eitthvað stórt og marlcvert,
eru einnig talsvert algeng, jafn-