Úrval - 01.09.1963, Page 114
126
ÚR VAL
vel á meðal barna, sem komin
eru í skóla. En það eldist einn-
ig af flestuin börnum. Til eru
þó menn, sem lifa sig svo inn
í þessi ósannindi, að þau verða
að stcrkum vana. Munu flestir
þekkja einhver dæmi um slíka
menn, Það er nauðsynlegt fyrir
foreldra að fylgjast vel með
þessari tegund ósanninda og
venja börnin af þeim áður en
þau verða af vana. Þar hentar
heldur ekki nein harka, heldur
mildi og nærgætni. Þegar hörn
eru staðin að ósannindum, hafa
þau gott af því að finna til
árekstrarins, en það má ekki
gera þeim hann of beiskan,
hvorki með háði né hörku.
Hér skal nefnt eitt dæmi, jiar
sem ég tel að sterkt ímvndiinar-
afl hafi ráðið ósannindunum:
Fyrir mörgum árum er hringt
til min í skólann einn morgun,
sem ekki er i frásögur færandi.
Var ]iað ónefndur faðir í bæn-
um. Það fyrsta, sem hann sagði
var þetta. „Hvernig líður
drengnum?"
„Hvaða dreng?“ spyr ég.
„Drengnum, sem slasaðist hjá
ykkur í gær.“
Ég hafði ekki heyrt neitt
slikt, þetta koin þvi mjög flatt
upp á mig, og ég skammaðist
mín fyrir ef slíkt hefði farið
fram hjá mér. Ég innti hann
því nánar eftir, hvað hann ætti
við, og þá kom saga hans:
Sonur hans, átta ára gamall,
hafði sagt þær fréttir, er hann
kom heim úr skólanum daginn
áður, að drengur hefði dottið
niður í djúpa, steinsteypta þró
vestan við skólann, sem átti að
vera fyrir hitavatnsgeyma. Hann
skýrði frá því, að nafngreindur
kennari við skólann hefði sótt
drenginn niður í þ^-óna, al-
blóðugan og því næst hefði
hann, ásamt hjúkrunarkonu
skólans, farið með drenginn i
sjúkrahúsið.
Mér þótti þetta tortryggilegt
og lét það verða mitt fyrsta verk
að afla mér upplýsinga um mál-
ið. Það kom þá í Ijós, sem mig
reyndar grunaði, að enginn fót-
ur var fyrir þessari sögu. En
hins vegar rifjaðist það upp
fyrir mér, að einmitt daginn
áður hafði drengur misst vcttl-
inginn sinn niður í þessa sömu
steinþró og hinn nafngreindi
kennari hafði einmitt haft tals-
vert fyrir að ná í vettlinginn.
Ég tel lítinn vafa á, að þetta
litla atvik hafi ýtt svo undir
imyndunarafl drengsins og hug-
myndaflug, að þessi saga varð
til. Freistinginn til að segja hana
heima sem stórfrétt hefur orðið
svo sterk, að hann féll fyrir
henni. Þetta litla atvik sýnir,
að það getur stundum verið
varasamt fyrir foreldra að trúa