Úrval - 01.09.1963, Side 115
SEGIR ÞÚ BARNI ÞÍNU ALLTAF SATT?
127
öllu, án athugunar, sem börnin
segja frá af vettvangi skólans.
Tilefnislaus tortryggni í garð
barnanna er þó engu að síður
hættuleg, og það er betra að
trúa ósannindum en að rengja
það, sem þau segja satt.
Einhver algengustu ósannindi
skólabarna eru þau, sem nefna
mætti varnarósannindt.....Það
eru ósannindi til að verja sjálf-
an sig, þegar i eitthvert óefni
er komið — þegar þau hafa
vanrækt eitthvað, eða gert eitt-
hvað, sem þau máttu ekki gera.
Þetta er einkum algengt í sam-
bandi við allskonar vanrækslu
og er einkum algengt méðal
barna frá vissum heimilum, þar
sem hlutirnir eru ekki alltaf i
sem beztu lagi: börnin mörg,
þröng húsakynni o. s. frv. Þessi
ósannindi eru sjaldan hugsuð
fyrir fram, heldnr neyðarúrræði,
þegar í óefni er komið. Þau
eru afleiðing af öðru og eru
stundum sök heimilanna, svo
sem óstundvisi á morgnana. Þá
er það gamalt ráð að segja, að
klukkan hafi verið of sein, eða
jafnvel staðið.
Þessi ósannindi verða oft að
vana, ef orsakirnar eru ekki
upprættar í heimilunum, og
liörnin venjast þá á að segja
ósatt með köldu blóði. Þessi
hópur skólabarna er ekki stór
sem betur fer, En þetta getur
gengið svo langt hjá einstaka
börnum, að vafamál er, hvort
þau vita sjáif hvenær þau segja
satt eða ósatt. Þessi ósannindi
eru oftast einnig timabundin,
en þó hættuleg, því að virðing
barnsins fyrir sannleikanum
hefur beðið mikinn hnekki, sem
kannski verður erfitt að bæta
úr.
Hér koma svo nokkur dæmi
um vísvitandi ósannindi, sem
eru hugsuð fyrirfram:
Fyrir mörgum árum var í
skólanum hjá okkur 9 ára dreng-
ur. Dag nokkurn kemur hann
að máli við kennara sinn og
biður um leyfi til að fara til
tannlæknis, segist kveljast mjög
af tannpinu. Þetta var áður en
tannlækningastofa kom í skól-
ann og þvi óhægt að fylgjast
með drengnum. Kennarinn varð
við beiðni hans og kom dreng-
urinn ekki meir þann daginn.
Næsta dag segir drengurinn að-
spurður frá því, að tannlæknir-
inn hafi dregið úr sér tönnina,
en biður enn um leyfi til að
fara til hans, og nú þurfi að
bora skemmdan jaxl. Einnig
þetta var veitt og sást snáðinn
ekki meira þann dag. Þriðja
daginn biður hann enn um
leyfi til að fara á fund tann-
læknisins, og nú á að rótfylla
jaxlinn. Kennarinn grunaði
hann ekki enn nm græsku. Ekki