Úrval - 01.09.1963, Page 118
130
ÚR VAL
fer alltaf með endurtekin ósann-
indi; þau missa áhrifamátt sinn,
en hafa sljóvgað siðgæðisskyn
barnanna. Þessari neikvæðu
uppeldisaðferð er því tjaldað til
einnar nætur varðandi agann,
en auk þess hafa börnin lært að
nota ósannindin við ýmis tæki-
færi. Takmörkin milli sanninda
og ósanninda þurrkast burt, og
virðing fyrir sannleikanum
minnkar. Allar voru þessar barn-
fóstrur góðar og elskulegar stúlk-
ur, og hef ég grun um, að þær
hafi ekki fundið upp þessar
uppeldisaðferðir, heldur hafi
þær verið aðfengnar frá full-
orðna fólkinu.
Lífið er að mestu byggt upp
af venjum, illum eða góðum,
þannig verða einnig ósannindi
til. I fyrstu smáósannindi, en
síðan geta þau stækkað. En eitt-
hvert bezta og öruggasta ráðið
til að leggja grundvöll að sann-
sögli er, aö fullorðna fólkið segi
þeim aldrei ósatt. Það er grund-
vallaratriði i uppeldinu, að
börnum sé kennt að virða sann-
leikann. Það eru engin ósann-
indi meinlaus, og mjög sjaldan
réttlætanlegt að segja börnum
ósatt. Þau verða öll til að veikja
siðgæðis- og siðferðisslcyn barn-
anna.
Hér hefur nokkuð verið rætt
um neikvæðan þátt i fari barna,
en það geri ég ekki oft. Mér
þykir þó ástæða til að vara við
hættunni, sem stafar af ósann-
indum barna og þá ekki síður
við þeim aðstæðum, sem hrinda
þeim af stað.
NÆMIR HLJÖÐNEMAR.
Nú hefur verið hafin framleiðsla á hljóðnema og hátalara, sem
eru svo geysilega næmir, að heyra má andardrátt ungbarns, sof-
andi i herbergi á næstu hæð fyrir ofan. Tæki þessi kosta aðeins
rúm 9 sterlingspund. Aðrar framfarir á þessu sviði hafa einnig
átt sér stað, t. d. svo örlítill hljóðnemi, að það þarf smásjá til
þess að skoða hann. Hann er geysilega næmur fyrir þrýstingi (og
því einnig hljóðbylgjum) og sýnir viðbrögð við allt frá 0.01 til
120.000 riða tiðni á sekúndu. Auðvelt er að nota fjöldaframleiðslu-
aðferðir við framleiðslu hans. Því ætti bráðum að koma á mark-
aðinn mjög gagnlegt tæki fyrir þá heyrnardaufu, tæki, sem er
raunverulega ósýnilegt berum augum.