Úrval - 01.09.1963, Page 119
Leyiídardófflar
norðurljósanna
Náttúruunnendiim eru norðurljósin dýrlegt náttúru-
undur. Sumt fólk, sem aldrei hefur
þau augum litið, leggur jafnvel upp í langferðir
til þess að mega lita þessi undur.
En vísindamönminum hafa þau verið fremur óþjál
ráðgáta, en vegna hinna víðtæku
rannsókna jarðeðlisfrœðiársins er sú ráðgáta
nú óðum að leysast.
m
Ú er í óöa önn verið
að afhjúpa leyndar-
dóma norðurljós-
ianna með öllum lil-
tækum ráðum, hina
æsandi leyndardóma þessara
kjarnorkuflugelda náttúrunnar,
hin glitrandi norðurljós, sem
þjóta titrandi yfir himinhvolfið
að næturlagi.
Þessi dýrðlegu sýningar
rauðra, grænna blárra og hvítra
ljósbrigða, sjást oft í Bandarikj-
unum sem lýsandi bogar á norð-
urhimni. Frá þeim beinast
geislar upp á við, og glitrandi
„tjöld“ þeirra dreifast víðs veg-
ar um himininn.
Norðurljósin sjást stundum
langt í suðri, í San Francisco,
Memphis og Atlanta, og þau
hafa jafnvel sézt i Mexicoborg
og á Kúbu. En mestar líkur eru
þó á því, að þau sjáist á um
53 gráðu breiddarstigi og um
miðja nótt. Yfir suðurhelmingi
jarðar eru einnig „norðurljós",
því að litasýning þessi er tengd
háðum segulskautum jarðar.
Álitið er, að ljós þeirra séu
framleidd af straumum vatns-
efnisiona eða prótóna öðru
nafni, sem sólin varpar frá sér
á hraða, sem er næstum 1500
mílur á sekúndu. Þessar prótón-
ur draga rafeindir (elektrónur)
með sér.
Sumar ná fyrr eða síðar ailt til
— Science Digest —
131