Úrval - 01.09.1963, Side 121
LEYNDARDÓMUR NORÐURLJÓSANNA
133
senda þær til norðurljósasvæð-
anna.
Dr. G. Sprague og dr. Carl
W. Gartlein við Heimsupplýs-
ingastöð Jarðeðlisfræðiársins
(þ. e. stöð A við Cornellháskóla
í íþöku, New York-fylki) álíta,
að að um sé að ræða tvö slík
geislunarbelti i um 20.000 milna
hæð yfir báðum heimsskaut-
unum. Þeir gera ráð fyrir því,
að norðurljósin nálgist svo jörð-
ina á milli þessara belta og mið-
baugsbeltanna.
RAUTT OG GRÆNT LJÓS.
Vísindamenn þessir sögðu, að
Ijóst væri af rannsóknum á ljósi
norðurljósanna, að prótónurnar
berist að á fyrri hluta norður-
ljósatímabilsins og virðist vera
horfnar, er að lokum þess dragi.
Prótónurnar (kjarnar vatnsefn-
isfrumeinda) framleiða rautt og
grænt ljós, sem sést í upphafi
norðurljósa. Dr. Sprague og dr.
Gartlein álíta, að með„geimslu-
aðferð“ myndist hópar (raðir)
köfnunarefnissameinda, sem
varpi frá sér því bláa Ijósi, sem
sást i lok norðurljósa.
Þótt tæki sýni, að bláa Ijósið
komi ekki fram fyrr en seint,
þá er það aðeins á færi manna
að segja til um það með hjálp
blás „filters“ (sjónglers), hvaða
form hafa i sér blátt ljós, vegna
þess að augað tekur langt fram
öllum þeim „rýnitækjum", sem
menn hafa enn fundið upp.
Bláa ljósið sést ýmist sem
umfangsmikill bjarmi eða i
smáblettum. Bláa ljósið hefur
einnig sézt i mynd geisla, en það
er oft erfitt að sjá bláa litinn,
vegna þess að hann blandast
grænu ljósi eða tunglskinið
yfirgnæfir hann, en það veitir
einnig mistri og móðu bláan
blæ.
Það eru mennirnir sjálfir,
en ekki margbreytileg tæki, sem
afla flestra upplýsinga um norð-
urljósin, þ. e. a. s. um lögun
þeirra, staðsetningu, liti og
hreyfingu. Engin reiknivél né
nokkuð annað tæki getur enn
framkvæmt þetta starf. Mjög
fljótvirkt sjónvarpsrör (tube)
getur framkallað norðurljós á
um hálfri mínútu i eina stefnu.
Þetta þjrðir, að sjónvarpsmynd
af öllu himinhvolfinu myndi
krefjast hálfrar milu langrar
pappírslengju.
Þetta athugunarstarf mann-
anna er einnig mjög verðmætt
vegna þess, að það yrði geysi-
lega dýrt að setja upp norður-
Ijósaathugunarstöðvar, sem stað-
setja þyrfti svo nálægt hver
annarri. Þess vegna var einn
þáttur í athugunum eðlisfræði-
ársins einmitt athugun og rann-
sókn norðurljósa með berum
augum og án flókins tækniút-