Úrval - 01.09.1963, Síða 122
134
ÚR VAL
búnaðar, og enn er rannsóknar-
starfi því haldið áfram.
Dr. Sprague og dr. Gartlein
bera saman upplýsingar frá fólki
því, sem leggur stund á þessar
athuganir norðurljósanna, og
hafa þeir útbúið yfir 10.000
kort á grundvelli slíkra athug-
ana, er þeir tóku á móti hina
18 mánuði jarðeðlisfræðiársins.
Á sérhverju korti er tekið fram
um nákvæman tíma. Eftir kort-
um þessum hafa vísindamenn-
irnir getað ákvarðað með ör-
yggi hárnákvæmar lýsingar á
staðsetningu norðurljósa, og
hafa hvergi fengizt svo nákvæm-
ar upplýsingar fyrr.
SEGULSTORMAR.
Norðurljósin eru að vísu fög-
ur og tilkomumikil, en segul-
stormarnir, sem þeim eru tengd-
ir, eru geysimikið vandamál i
fjarsk'iptum um víða veröld.
Oft riðlast bylgjur útvarps, rat-
sjár, sjónvarps og símtala milli
fjarlægra heimshlnta að nokkru
leyti eða tæki þessi verða al-
gerlega óstarfhæf um sinn vegna
truflana, sem eiga upptök sín
i risavöxnum sólarhlossum, sem
þjóta frá yfirborði sólar millj-
ónir mílna út í geiminn.
Truflanir þessar eru verstar
á svæðum nálægt heimsskaut-
unum, en öll tæki, sem nota
háa tíðni, verða fyrir áhrifum
af miklum sólstormum. Sömu
áhrifa gætir hjá gervihnöttum,
sem eru innan 300 mílna frá
jörðu, þar sem sporbaugstími
þeirra styttist vegna útþenslu
í gufuhvolfi jarðar.
Þeir, sem norðurljósin rann-
saka, eru nokkurs konar geim-
farar, sem staðsettir eru á jörðu
niðri og leggja fram þýðingar-
miklar upplýsingar með því að
gefa gaum að áhrifum norður-
Ijósanna á útvarps- og sjón-
varpssendingar.
Vísindamenn jarðefölisfræði-
ársins skýra frá því, að útvarps-
merki, sem útvarpað var frá
íþökustöðinni á 1620 kílócyc-
les og frá Washington á 5 mega-
cycles hafi orðið fyrir þessum
áhrifum, jafnvel áður en norð-
urljósatímabil hefst. Varð þú erf-
iðara eða jafnvel ómögulegt að
taka á móti þessum merkjum,
og gaf það til kynna, að norð-
urljós séu í nánd. Norðurljósin
eru næstum beint uppi yfir
svæði þessu, þegar merki hvor-
ugrar stöðvar heyrist.
Visindamennirnir segja, að
slíkar upplýsingar manna um
útvarpstruflanir séu stundum
einu aðvaranirnar, sem þeir fái
um norðurljós í nánd, ef nætur-
himinninn er skýjaður eða að
degi til, þegar ekki er hægt að
sjá norðurljósin. Truflanirnar
koma fram á útvarpsmerkjum