Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 123
LEYNDÁRDÓMUR NORÐURLJÓSANNA
135
frá um 1400 kilocycles til 2—19
megacycles.
Segultruflanir tengdar norður-
Ijósum er einnig hægt að greina
við hærri tíðni, þ. e. 20—40
megacycles og á FM útvarps-
tækjum og sjónvarpsmerkjum.
En þarna verða áhrifin alveg
öfug. Þessi merki fara yfirleitt
í beina stefnu og geta því ekki
farið lengra en að sjóndeildar-
hring, og hverfa þau því venju-
lega, eftir að hafa borizt stutta
leið.
En þegar norðurljós koma
fram, þá getur sá fjöldi elektr-
óna, sem myndast í gufuhvolf-
inu, endurvarpað merkjum úr
mikilli fjarlægð, og stöðvar,
sem eru geysilangt i burtu,
geta náð þeim. Merki frá ná-
lægum stöðvum heyrast ekki
vel, þegar um norðurljós er að
ræða, og svört strik sjást þá
einnig á sjónvarpsskermum.
ÞÖRF FYRIR „ÁHUGAMENN“
TIL NORÐ URLJÓSARANN-
SÓKNA.
Orðið hefur vart við tvær
tegundir norðurljósa. Önn-
ur tegundin hreyfist ekki, lield-
ur er kyrr yfir Kanada, en hin
hreyfist suður á bóginn og er
tengd miklum segulstormuin.
Þegar sólblettastarfsemin kemst
i lágmark á árunum 1964—1965,
munu stór norðurljós verða
mjög sjaldgæf. En á meðan ætla
þeir dr. Sprague og dr. Gartlein
að halda áfram mjög ýtarlegum
athugunum með hjálp aðstoð-
armanna sinna viðs vegar, en
þeirra á meðal eru gagnfræða-
skólanemar, sem áhuga hafa á
vísindum, áhugamenn á sviði
stjörnurannsókna og starfsmenn
Veðurstofu Bandarikjanna.
Tekið verður með þökkum
aðstoð hvers og eins, sem býr
i norðurhluta Bandaríkjanna.
Mun sá hinn sami fá ókeypis
útbúnað, en þar er um að ræða
leiðbeiningabók, litaða „filtra“
(sjóngler) til þess að nota við
skoðun norðurljósa, skýrslu-
eyðublöð og frimerkt umslög
frá Heimsupplýsingamiðstöð
Jarðeðlisfræðiársins (stöð A.:
International Geophysical Year’s
World Data Center A), við
C.ornellháskólann i íþöku, New
Yorkfylki.
Fæðing vor er ekki annað en byrjun dauða vors eins og kveik-
uinn, begar hann er tendraður, bá byrjar hann að eyðast.