Úrval - 01.09.1963, Side 127
HANDEL OG SKOPUNARSAGA
139
og liinn þunglamalegi, aflvana
líkami hans virtist leitast við
að sveifla sér eftir hljómfallinu.
En limir lians voru stirðnaðir,
og í augum hans lýsti sér hryll-
ingur.
Jenkins iæknir tók loks til
þess ráðs, er allt brást, að reyna
hin lieilu böð í Aix-la-Chapelle.
Og likt og einkennilegar upp-
sprettur ólguðu þar undir köldu
yfirborðinu, þannig blundaði
og lifnaði dularfullt afl nú
innra í hinum aflvana líkama
liins mikla hljómlistarmanns.
Slagið hafði ekki skert viljaþrek
hans. Hinn óslökkvandi eldur
neitaði að láta þurrka sig út.
Viku eftir að Hándel kom til
Aix-la-Chapelle, gat hann gengið.
Eftir aðra viku í viðbót gat hann
lyft lamaða handleggnum. Hví-
líkur sigur viljans yfir varúð-
inni! Handel grei]) dauðahaldi
í lífið af ofboðslegri ákefð.
Þegar hann yfirgaf Aix, fór
hann fyrst inn i dómkirkjuna
þar. Hann liafði aldrei verið
mjög trúaður, en nú fann hann
ómótstæðilegt afl yfirþyrma sig.
Þarna stóð hið mikla orgel.
Hann snerti nóturnar með hinni
lönniðu hægri hendi sinni. Brátt
risu og hnigu hinir dýrlegu
tónar og samhljómar og fylltu
himinhátt kirkjuloftið, svo að
allt endurómaði við.
Hándel liélt áfram að ieika.
Jíann beygði höfuð sitl í auð-
mýkt. Hann hafði aftur fundið
það tungumál, sem liann gat not-
að í viðtali við guð sinn, með-
bræður sína. Enn einu sinni
ætlaði hann að taka til að semja
tónlist!
Þegar Hándel var kominn
aftur til Lundúna, hóf hann tón-
smíðarnar af fullum krafti. Hann
samdi óperu, síðan aðra, þá
þriðju og svo þá fjórðu, síðan
hið mikla verk „Sál“, „Israel í
Egyutalandi“ og „Veizla Alcx-
anders“. Það var líkt og upp-
spretta, er lengi hefði verið
stífluð, tæki nú að vella upp
innra með honuni.
En brátt tók ýmislegt að ganga
honum mót. Karólína drottning,
er hafði gerzt verndari hans,
andaðist, og hætt var að greiða
honum styrk. Síðan komu
spænsku styrjaldirnar. Þá var
skemmtistöðum og leikhúsum
lokað. Lánadrottnar hans tókn
að ganga liart að honum, og
fólkið sýndi honum fálæti. í
fyrsta skipti á ævi sinni var
Handel þreyttur á sál og líkama:
hinn mikli bardagamaður hafði
beðið ósigur. í örvæntingu sinni
tautaði hann fyrir munni sér
orð hins krossfesta: „Guð minn,
guð minn, hví hefur þá yfirgefið
mig?“
Hándel var sem glötuð sál, er