Úrval - 01.09.1963, Side 128
140
ÚRVAL
trúði ekki lengur á sinn eigin
sköpunarmátt. Hann tók til að
reika um stræti Lundúna. Veg-
farendur gáfu honum engan
gaum. ByrSi einmanaleika hans
varð honum óþolandi. Svo kom
hann heim ]iann 21. ágúst árið
1741 haldinn ósk um hvíld,
svefn, gleymsku. Hann staulaðist
hægt upp í vinnustofu sína,
kveikti vélrænt á kertunum á
vinnuborði sinu, en svo yggldi
hann sig snögglega.
Hvaða stóri pakki var þarna
á borðinu? Bréf frá Charles
Jennens, skáldi, sem samið hafði
textann við „Sál“ og „Israel í
Egyptaiandi". Hann hafði nú
sent Handel nýtt handrit i þeirri
von, að hinn mikli snillingur í
heimi hljómlistarinnar myndi
Ijá orðum hans vængi ódauð-
legra hljóma.
Handel lét bréfið falla. Var
Jennens að henda gaman að
honum? Það var ekki göfug-
mannlegt að hæða deyjandi
mann, heilsulitinn vesaling!
Tónskáidið reif bréfið í tættlur
og traðkaði á þeirn. Síðan kast-
aði hann sér upp í rúm sitt, von-
latís, glataður.
En svefninn vildi ekki eiga
stefnumót við hann, því að
innra með honum geisaði storm-
ur. Loks reis hann upp og
kveikti aftur á kertunum, ýtti
síðan handritinn nær birtunni.
Á fyrstn síðu las hann orðið
„Messías“. Annað oratorium!
Allar tilraunir hans á þvi sviði
höfðu mistekizt. En samt fletti
hann blaði og byrjaði að lesa.
Fyrstu orðin fönguðu eftirtekt
lians. „Látið huggast!“ Þetta var
dásamleg byrjun, himneskt ákall
tii hins þreytta hjarta hans.
Hann hafði varla lesið orð
þessi, þegar þau tóku að breyt-
ast og taka á sig búning hljóm-
anna. Þeir risu, hrópuðu, sungu
allt til himna. Enn einu sinni
heyrði Hándel hljóma, eftir að
innblásturiiin hafði forðazt hann
svo lengi.
Með skjálfandi höndum fletti
Hándel handritinu. Honum hafði
borizt hvatning til þess að láta
rödd sína óma af styrku afli,
að láta hljóðfæri og kóra hrópa
þessa hljóma, láta orgelið kveða
við af glymjandi samhljómum.
Þreyta hans og uppgjafarkennd
þurrkaðist burt. Hann var um-
vafinn orðaflaum, sem sökk
djúpt í hjarta hans og færði hon-
um frelsiskenndina.
Síðan rak hann skyndilega
augun í þessa setningu: „Og
drottinn sagði“. Hándel tók and-
köf. Vissulega hafði skáldið
sótt innblástur sinn til drottins
sjálfs. „Drottinn sagði“ . . . guð-
legri miskunn hafði rignt yfir
hann af himnum ofan.
Aftur og aftur skyldi orð þetta