Úrval - 01.09.1963, Page 130
142
Ú R V A I.
Hver hlátursrokan kvað við af
annarri, er lífsgleðin tók aS
ólga í honum að nýju.
„Hvað gengur eiginlega að
])ér, maður?“ sppurði Jenkins.
„Hefur einhver gefið ])ér ódáins-
drykk?“
Handel brosti við og gekk að
harpsichordinu. „Hlustaðu bara.
ég skal segja þér frá leyndar-
máli,“ sagði hann. Og hajnn
song undir sigri hrósandi röddu,
er hann lék lokaþátt tónverksins
og lauk því á orðunum, Amen!
Amen! Amen!"
Þegar Handel hafði lokið
þessu, tautaði Jenkins fyrir
nuinlii sér: ,,fig hef aldrei lieyrt
um þvílíkt og annað eins. Djöf-
ullinn hlýtur að Iiafa tekið sér
bústað i þér.“
Það dimmdi yfir svip tón-
skáldsins, er hann heyrði þessi
orð. Hann hafði lika liræðzt víð-
ífeðmi verks síns, og auðmýktin
yfirþyrmdi hann. Hann beygði
höfuð sitt og hvíslaði: „Ég held,
að guð hafi fremur heimsótt
mig . . .
Það var ósk Handels, að fyrsti
flutningur „Messíasar“ færi fram
í Dublin, þar sem öruggt var,
að aðsókn yrði mikil. En hann
vildi ekki hagnast á þessu verki
sinu. I stað þess gaf liann fyrir-
mæli um, að fénu skyldi varið
til hjálpar föngum, munaðar-
leysingjum og sjúku fólki. „Ég
hef sjálfur verið sjúkur maður
og hef nú fengið lækningu,“
sagði hann. „Ég var fangi og
hef nú hlotið frelsi.“
Að kvöldi þess 13. apríl árið
1742 beið mannþröng úti fyrir
dyrum hljóleikahallar í Fisliam-
blestræti í Dublin. Hún beið
þess, að dyrnar yrðu opnaðar.
Konur höfðu komið í þröngum
pilsum, og karlmenn höfðu
skilið sverðin eftir Iieima, svo
að sem allra flestir kæinust fyrir
í salnum. Fyrst ríkti alger þögn,
þrungin ofvæni. Siðan hófst óra-
toríið. Það var sem skjálfti i'æri
um áheyrendur, er hinn tvö-
faldli kór tveggja dómkirkna
hóf raust sína, er var þrungin
orku, sem líktist fellibyl.
Handel stóð rétt við orgelið
sem í draumi. Þegar hið síðasta
amen ómaði, tók hann undir
söng kórsins og söng af meiri
krafti en hann hafði nokkurn
tíma áður gert. Síðan læddist
hann burt, þegar ofsastormur
lófaklappsins skall á.
Allt frá þessu kvöldi flæddi
holskefla almennrar aðdáunar
yfir Handel, ár eftir ár. Ekkert
gat stöðvað sigurgöngu hans.
Aldurinn dró úr orku hans, og
gigtin kvaldi hann, er hinn ó-
sigrandi andi hans hóf sig til
flugs hátt yfir alla líkamlega
kvilla. Hann lauk hverju tón-