Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 133
NOTKUN PLASTS TIL LÆKNINGA
145
,Ein þýðingarmestu not plasts-
ins á sviði læknavísindanna eru
við tannlækningar og tannsmíði.
Eftirspurnin eftir acrylicefni í
gervigóma er um 150 tonn ár-
lega i Stóra Bretlandi, en heims-
notkunin er álitin vera um 900
tonn samtals. Efni þetta er not-
að í gervitennur og til viðgerða
tanna, einnig í krónur.
Á sviði augnlækninga hefur
gerviskel úr acrylicefni næstum
alveg rutt burt gerviaugum úr
gleri. Glerið rispast og upj)lit-
ast af tárum. Það er brothætt
og viðkvæmt, og það er ekki
hægt að móta það með sömu
nákvæmni og acrylic resin,
(kvoðu). í sumum tilfellum
kann það að reynast ákjósan-
legra að lækna sjóngalla með
aúgnlinsum, sem eru festar inn
undir augnalokin, heldur en með
gleraugum.
Búið er til mót úr alginate-
kvoðu, af auganu, og er þetta mót
„negative" mót augans. Eftir því
er svo búið til „positive“ mót úr
plasti. Sérstakt acrylicefni, sem
framleitt er sem dúkur eða plöt-
ur, er síðan mótað, þannig að
það fái hina óskuðu lögun aug-
ans. Fægja verður linsurnar mjög
vandlega og hreinsa þær, og gæta
verður þess vel að yfirborð
þeirra rispist ekki.
Eftir að ský (vagl) á auga
hefur verið numið burt, er linsa
úr acrylic kvoðu sett í augað i
stað hinnar náttúrlegu. Gervi-
linsan er annað hvort fest fyrir
aftan eða framan sjáaldrið. Gler-
augnalinsur úr acrilic, sem liafa
hert yfirborð og rispast ekki, eru
nú fáanlegar. Þær eru léttar, og
þvi mun notkun þeirra vaxa.
Þegar koma á fyrir heyrnar-
tæki í eyra manns, þarf að taka
sérstakt mót af eyranu hverju
sinni, og hentugasta plastefnið
er þá acrylic resin (acrylic-
kvoða).
Það getur liaft mjög óheppileg
áhrif á sálarlífið að missa liluta
af nefi eða eyra. Að visu hafa
orðið miklar framfarir i slíkum
plastaðgerðum undanfarið, en
samt er ekki alltaf mögulegt að
framkvæma þannig uppskurð,
er muni hafa fullnægjandi ár-
angur í för með sér, hvað útlit
snertir. Ýmsar blöndur poly-
vinyl chloride og annarra svip-
aðra efna hafa þá verið notaðar
með töluvert góðum árangri.
Hinn nýi líkamshluti virðist
ekki kaldur við snertingu, og
hægt er að gæða hann svipuðum
sveigjanleika og liinn uppruna-
legi likamshluti hafði. Fyrir
gervihandleggi liafa verið gerðir
nokkurs konar plasthúðhanzkar,
sem hendur gervilimanna eru
siðan þaktar með og líkjast liúð.
Svipuð efni eru notuð í þessu
skyni.