Úrval - 01.09.1963, Page 134
146
ÚR VAL
Um 15 tonn af polythene eru
notuð árlega til gleraugnafram-
leiðslu og augnalækninga. Nú
er fáanlegt gljúpt efni úr mjög
þéttu polytheneefni, en það ger-
ir svitaútgufun í gegnum það
mögulega. Framleidd liafa einn-
ig verið plastefni úr þéttu poly-
thene monofilament i skurðsaum-
garn og til notkunar við kvið-
slitsaðgerðir. Það er mjög auð-
velt að handfjatla það, vefir
þola það vel, og það er létt í
samanburði við málma, og vegna
allra þessa kosta hefur það ver-
ið notað til þess að koma í stað
beinhluta við beinaskurðlækn-
ingar.
A undanförnum árum hefur
notkun polyfluorotetraethylene
við aðgerðir innri vefja lík-
amans aukizt. Ef þetta, sem er
efnislega skylt polythene, virð-
ist ekki verða fyrir neinum á-
hrifum af líkamsvökvum, og
virðist það valda eins lítilli ert-
ingu eða neikvæðum viðbrögð-
um, vefja og hugsazt getur. Við
beinaskurðlækningar hefur það
verið notað til þess að koma í
stað annars flatar mjaðmarliðs,
en málmefni látið koma í stað
hins yfirborðsins. Örmjóar,
gljúpar leiðslur úr slíku efni
hafa lika komið i stað hluta
stórra æða við aðgerðir á æð-
um.
Heldur er kosið að slikt efni
sé gljúpt, þannig að vefir geti
raunverulega samlagazt þvi með
hjálp hinna örsmáu gata. Slikt
efni er líka notað sem hylki utan
um eina gerð „hjartastjórntæk-
is“ (pacemaker), sem er komið
fyrir í líkamanum við lækning-
ar vissra hjartagalla. Þetta tæki
gerir mögulega stjórn vöðva-
samdrátta hjartans og þannig
hjartsláttarins.
Töluverðar framfarir hafa orð-
ið í smíði gervilima eftir síðari
lieimsstyrjöldina vegna notkunar
polyesterkvoðu, en með henni
hafa verið notuð glerefni og
nylonefni til styrktar. Útbúið
er gipsmót af þeim líkamshluta,
sem festa á gerviliminn við. Síð-
an er gipsmótið þakið með plast-
efni. Loftþéttur plastpoki í lög-
un sem gipsmótið er búinn til.
Utan á plastefnið, er gipsmótið
hefur verið hulið með, er siðan
styrktarefnið sett, sem sniðið
hefur verið til þess arna. Utan
yfir þetta er síðan ytri plastpok-
inn settur, og visst magn af
polyesterkvoðu er sett þar á milli
sem á að siast inn í hið gegn-
dræpa styrktarefni. Síðan er
pokanum lokað og hann loft-
tæmdur, og lofttæmingunni
haldið við, á meðan kvoðan
storknar. Útbúa má létt eða hálf-
stif mót. Líkamsvökvar hafa
engin áhrif á þau, og það er