Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 145
FRJÁLST LÍF
157
hverfis þá voru geysilega þéttir
runnar.
Við gengum rakleiðs upp á
hæsta klettinn og reyndum að
skyggnast af honum niður i
mitt „ljónabælið“. Við sáum
ekki neitt. En þá kom ljónynja
út úr runnum um 20 metrum i
burtu. Það var Elsa. Henni virt-
ist verða hverí't við, er hún sá
okkur. Hún var hneyksluð og
horfði þegjandi á okkur. Hún
stóð þarna grafkyrr, líkt og hún
vonaði, að við kæmum ekki nær.
Hún gekk hægt til baka i átt-
inna til runnanna og stóð þar
í um fimm mínútur og sneri
baki í okkur. Hún hlustaði stöð-
ugt eftir hljóðum innan úr
þykkninu. Svo settist hún. Og
enn sneri hún baki í okkur. Það
var líkt og hún væri að segja:
„Hér byrjar mín einkaveröld,
og þið skuluð halda ykkur í
hæfilegri fjarlægð frá henni.“
Þessi mótmæli voru borin
fram á virðulegan hátt, og engin
orð hefðu getað látið óskir lienn-
ar greinilegar i ljósi. Við geng-
um burt eins hljóðlega og við
gátum.
Þrátt fyrir þessa ofanigjöf
ákváðum við að færa Elsu mat,
svo að hún þyrfti ekki að vera
eins lengi í burtu frá hvolp-
unum hverju sinni. Og næstu
daga skildi ég eftir mat nálægt
stað þeim, er við álitum vera
barnaherbergi hennar. Alltaf
þegar ég mætti Elsu í þessum
ferðum mínum, lagði hún sig í
framkróka til þess að dylja felu-
stað sinn, og oft myndaði hún
nýja slóð á snjallan hátt til þess
að fela hina fyrri.
Síðdegis dag nokkurn, þegar
ég var stödd í nokkurri fjarlægð
frá klettunum stóru, sá ég stórt
dýr standa uppi á efsta klett-
inum. Ég þekkti það ekki, og
þegar það sá mig, læddist það
burt. En það hafði augsýnilega
komið auga á hvolpana, og ég
varð mjög hrædd. Eftir þetta
ákvað ég að finna þá og huga
að þeim þrátt fyrir vanþóknun
Elsu á slíku athæfi.
Síðdegis næsta dag klifraði
ég því upp á hæsta klettinn i
fylgd með einkaþjóni okkar. Ég
kallaði hvað eftir annað til Elsu
til þess að vara hana við komu
okkar. Hún svaraði því engu.
Þegar við komumst upp á klett-
inn, gengum við fram á brúnina
og svipuðumst um i runnunum
með hjálp sjónaukans. Við sáum
engin merki um bana, þótt stað-
urinn virtist benda til þess, að
hann væri ljónabæli, sem nýlega
hefði verið notað.
Ég var önnum kafin við að
skoða runnana fyrir neðan klett-
ana, þegar það greip mig snögg
hættukennd. Ég sleppti takinu
á snjónaukanum, sneri mér við