Úrval - 01.09.1963, Side 148
160
ÚR VAL
tjáningarfullu augu þeirra fylgd-
ust nákvæmlega með hverri
hreyfingu okkar Elsu. Brátt voru
þeir komnir i þriggja feta fjar-
lægð frá mér, og ég átti erfitt
með að stilla mig um að teygja
mig í áttina til þeirra og snerta
þá. En dýrafræSingur hafSi
varaS mig viS að snerta nokkurn
tíma ljónshvolpa, nema þeir
ættu frumkvæðið.
Þriðji hvolpurinn hélt áfram
að væla áinátlega á hinum haklc-
anum. A8 lokum hrærði þetta
Elsu til meðaumkunar, og hún
synti yfir til hans'. Hinir tveir
syntu á eftir henni. Þeim virtist
þykja gaman að synda.
Ég stóð þarna í um klukku-
stund og liorfði á þau leika sér
saman á hinum bakkanum. Elsa
sleikti hvolpana blíðlega, talaði
við þá sinni blíðlegu, dimmu
röddu, missti aldrei sjónar á
þcim eitt augnablik og sótti þá
strax, ef þeir reikuðu of langt
frá henni.
Svo kallaði ég í Elsu. Hún
svaraði mér og lagði aftur af
stað yfir ána. Og i þetta skipti
fylgdu allir hvolparnir henni.
Hún sleikti þá alla til skiptis,
þegar yfir um kom, gekk síðan
til mín og nuddaði sér blíðlega
utan í mig. Hún velti sér í sand-
inum, sleikti andlit mitt og
faðmaði mig að síðustu að sér
til þess að sýna hvolpunum, að
við værum „vinkonur“. Þeir
horfðu á okkur úr nokkurri fjar-
lægð. Þeir fylgdust með okkur
af nokkurri athygli, en voru þó
hissa og ákveðnir í að nálgast
mig ekki.
Svo gekk Elsa að skrokknum
og fór að éta, en hvolparnir
sleiktu húðina og rifu i hana.
Síðan stukku þeir æ ofan í æ
yfir skrokkinn i leik sínum.
Þetta hefur líklega verið í fyrsta
skiptið, að þeir sáu veiðibráð.
Þeir virtust vera um sex vikna
gamlir. Þeir litu prýðilega út.
Yfir augum þeirra hvíldi ein-
hver bláleit móðukennd slikja,
en þó gátu þeir séð fullkomlega
vel. Ég gat ekki ákvarðað kyn
þeirra, en ég tók eftir því, að
ljósasti hvolpurinn var miklu
fjörugri og forvitnari en liinir
tveir og sérstaklega hændur að
móður sinni. Hann hjúfraði sig
ætíð þétt að henni og faðmaði
hana að sér með litlu loppunum
sinum. Hún var blíð og þolin-
móð við þá alla og leyfði þeim
að skriða yfir sig og japla á eyr-
um hennar og rófu.
Þegar dimma tók, hlustaði
Elsa eftir hvers kyns hljóðum
frá skóginum, og siðan fór hún
með hvolpana inn í kjarrið.
Nokkrum augnablikum siðar
heyrði ég, að þeir voru farnir að
sjúga hana.
Ég sneri aftur til tjaldbúð-