Úrval - 01.09.1963, Side 153
FRJÁLST LÍF
165
á stóru klettunum við bælið
hennar. Þegar þeir kvöddu hana
siðan með þvi að taka í aðra
framlöpp liennar, þá vissi ég, að
hún var orðin þeim meira virði
en venjuleg „sjónvarpsstjarna“.
En við vorum varla búin und-
ir móttökurnar, sem hún veitti
William Collins, brezka útgef-
andanum, sem hafði gefið út
„Fædd frjáls“. Við leigðum flug-
vél til þess að fljúga með hann
frá Nairobi til næstu flugbraut-
ar, og þaðan ók ég honum svo
til tjaldbúðanna. Okkur létti,
þegar Elsa bauð okkur velkom-
in á sinn venjulega, vingjarn-
lega hátt og byrjaði siðan að
nudda höfði sinu utan i 'Billy
Collins, eftir að hafa þefað
af honum af stakri varúð. Hvolp-
arnir fylgdust með þessu öllu úr
hæfilegri fjarlægð.
Við reistum sérstakt þyrni-
gerði utan um tjald Billy. Siðan
þöktum við tágahlið girðingar-
innar einnig þyrnigreinum og
buðum honum svo góða nótt.
Honum var ekki vanþörf á hvíld-
inni. Elsa var kyrr fyrir utan
girðinguna umhverfis tjald mitt,
og ég heyrði hana tala blíðlega
við hvolpana, þangað til ég sofn-
aði vært. í döguin vaknaði ég við
mikinn hávaða innan úr tjaldi
Billy. Ég þekkti raddir hans og
Georges. Voru þeir augsýnilega
báðir að reyna að fá Elsu til
þess að fara út úr tjaldinu.
Hún hafði þrýst tjaldinu i
gegnum þéttriðið tágahliðið og
hoppað upp i rúm Billy eftir að
hafa rifið mýflugnanetið um-
hverfis það. Hún lét vel að hon-
um og settist síðan ofan á hann.
Hann var sem í'angi undir þess-
um 300 punda skrokk. Billy var
aðdáunarlega rólegur, þegar það
er haft i huga, að þetta var í
fyrsta skipti að hann vaknaði
við, að fullvaxin ljónynja sat
ofan á honum. Elsa hafði nart-
að i handlegg honum til þess að
sýna vináttu sina, og jafnvel þá
brást ró hans ekki. Hann gerði
ekkert annað en að tala rólega
til hennar. Brátt missti hún á-
hugann, elti George út úr girð-
ingunni og fór að leika sér við
hvolpana.
Fyrir dögum næsta morgun
vaknaði ég aftur við hávaða
innan úr tjaldi Billy, en Elsa
hafði enn einu sinni komizt inn
í það til þess að bjóða Billy góð-
an daginn. George hafði á ný
komið Billy til hjálpar. George
tókst að lokka hana burt.
George styrkti síðan þyrni-
gerðið, þangað til hann varð
viss um, að gegnum það yrði
ekki komizt. En Elsa ætlaði ekki
að láta nokkra þyrna aftra sér,
og í dögum næsta morgun vakn-
aði Billy aftur við það, að Elsa
faðmaði hann inilega að sér og