Úrval - 01.09.1963, Side 156
168
Ú R V A L
þess að fljúgast á að venju, köst-
uðu þeir sér til jarðar og lágu
þannig grafkyrrir. Um nóttina
heyrSi ég Elsu tala við þá meS
lágu væli, og ég heyrði einnig,
að hún gaf þeim að sjúga. Þeir
hljóta vissulega að hafa veriS
svangir, fyrst þeir þörfnuðust
mjólkur el'tir að hafa lokið við
tvær geitur á 24 tímum.
Þau voru öll horfin næsta
morgun. Við röktum slóð þeirra,
og lá hún beint að hjartar-
skrokknum. Því hlaut það að
hafa verið Elsa, sem hafði ráðið
niöurlögum þessarar miklu
skepnu tveim dögum áður. Það
var sannkölluð ólieppni, að
koma filahjarðarinnar hafði
ekki veitt henni eða hvolpnum
neitt tækifæri til þess að éta
bráðina. Nú skildum við, hvers
vegna þau höfðu verið svo svöng
og þreytt.
Við hirtum hjartarhornin og
hengdum þau upp í stofunni
okkar sem minjagripi um hina
fyrstumikluveiðiför hvolpanna í
fylgd Elsu. Nú voru þeir orðnir
5V2 mánaðar gamlir.
Elsa og „börnirí' eignast mjja
fyrirvinnu.
Þegar hvolparnir voru orðnir
vel saddir í rökkurbyrjun, voru
þeir alltaf að springa af orku
og stríddu móður sinni óheyri-
lega. Jespah uppgötvaði það t. d.
að þegar hann stóð á afturlöpp-
unum og greip fast um rófu
hennar, átti hún ekki auðvelt
með að losa sig. Á þann hátt
gengu þau hvern hringinn af
öðrum. Jespah hagaði sér eins
og fjölleikahússtrúður, þangað
til Elsa fékk nóg af þessu og
settist ofan á hann. Honum
fannst óskaplega gaman að þessu
og hann sleikti móður sína og
faðmaði hana að sér, þangað
til hún slapp frá honum inn í
tjaldið okkar.
En tjaidið hætti brátt að verða
henni nokkurt hæli, því að inn-
an skamms tók hann að elta
hana þangað inn. Hann leit
jafnan snöggt í kringum sig,
þegar inn kom, og sópaði siðan
öllu lauslegu til jarðar. Á næt-
urnar heyrði ég hann oft vera
að leita í matarkössum og bjór-
kössum, og hafði hann óskap-
lega gaman af glamrinu i flösk-
unum. Hann varð alveg sem
heimagangur í tjaldinu á mjög
skömmum tima, en bróðir hans
og systir, sem ekki voru eins
huguð og ævintýraþyrst, héldu
sig ætíð fyrir utan tjaldið og
fylgdust þaðan með atferli hans.
Um þetta leyti fór það að koma
í Ijós, að Jespah var að gerast
viðurkenndur foringi Ijónafjöl-
skyldunnar. Kvöld eitt, þegar
Elsa og hvolparnir voru á leið
til tjaldbúðanna með okkur frá