Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 161
FRJÁLST LÍF
173
ljón. Elsa kom ekki til okkar
í fjóra daga.
Er ég hafði leitað árangurs-
laust að lienni dögum saman,
varð ég áhyggjufull, því að sár
hennar hindraði hana að miklu
lejdi í að veiða, og það gerði
það einnig að verkum, að hún
gæti reynzt veiðiþjófum auð-
veldari bráð. Ég bjóst því við
hinu versta, er ég sá hrsefugla
sveima yfir stað nokkrum fjórða
kvöldið. En næsta morgun fund-
um við þar aðeins sönnunar-
gögn, er hentu til veiðiþjófa,
húðir, ösku eftir nýdauðan eld
og brunnin dýrabein.
Tveir menn, sem sendir höfðu
verið til þess að lcita veiði-
þjófanna, skýrðu frá þvi næsta
dag, að þeir hefðu séð Elsu hin-
um megin árinnar. Hún lá þar
undir runnum, og hvolparnir
voru sofandi. Mennirnir sögðu,
að hún hefði séð þá nálgast,
en hefði samt ekki hreyft sig.
Þetta virtist einkennilegt, nema
hún væri svo veik, að henni
stæði á sama um allt.
Þegar ég kom til bælis hennar
á stað þessum og kallaði til
hennar, kom hún gangandi hægt
til mín. Ilöfuð hennar hékk
niður til annarrar hliðarinnar.
Ég varð óttaslegin, er ég sá, að
hún hafði sezt að á svo hættu-
legum stað. Það var farið að
grafa í sárinu i eyranu. Úr því
vall gröftur, og liún hafði aug-
sýnilega miklar kvalir í því.
Hún hristi oft hausinn, og þá
heyrðist þannig hljóð, að það
var sem hlust hennar væri fleyti-
full af einhverjum vökva.
George hafði verið að heiman
í þrjár vikur, en þegar hann
kom heim til tjaldbúðanna frá
Isiolo, ákvað hann að reka burt
ókunnu Ijónynjuna, sem hafði
ráðizt á Elsu. Hún og maki henn-
ar höfðu nú rekið Elsu alger-
lega burt af svæði þvi, er hún
liafði ráðið yíir.
Við George eyddum tveim
dögum i eltingarleikinn, bæði
fótgangandi og i bil. Við fund-
um ekki hin grimmu, ókunnu
ljón. Og við rákumst ekki á Elsu,
þótt við leituðum stöðugt að
henni.
George fór burtu siðast i júlí,
og ég hélt leitinni áfram. Það
var mjög heitt, og eitt sinn sett-
umst við Makedde niður til
þess að hvila okkur.
Ég var mjög döpur. Nú voru
meira en tvær vikur liðnar sið-
an Elsa hafði lent í bardaganum,
og sár hennar var orðið enn
ljótara, þegar ég sá hana síðast.
Hvernig gæti hún stundað veið-
ar eða verndað hvolpa sína
gegn veiðiþjófum svona á sig
komin?
„Þér hugsið bara um dauð-
ann,“ sagði Makedde umvöndun-