Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 165
FRJÁLST LÍF
177
bakkann hinum megin. En til
allrar hamingju fyrir mig lét
Elsa ekki verða af því að elta
nashyrninginn, en slíkt gerði
hún jafnan, er hún kom auga á
þessar skepnur. Hún stóð þarna
grafkyrr og horfði á mig og
nashyrninginn.
Rándýr komu stundum auga
á hvolpa Elsu, og stundum særð-
ist hún i viðureign við önnur
ljón, en samt var henni mest
hætta búin af veiðijrjófum. Sú
hætta varð til þess að riðla
öllum áætlunum okkar varðandi
framtíð Elsu og hvolpanna.
Við vildum, að þau lifðu eðli-
legu lífi hinna villtu dýra og
ætluðum okkur að skilja þau
þarna cftir og láta þau sjá um
sig sjálf, strax og sár Elsu væru
nú gróin. En um leið og eyrna-
sár hennar var næstum gróið,
tilkynnti veiðiþjófur nokkur,
sem tekinn hafði verið fastur,
að veiðiþjófarnir ætluðu að
drepa Elsu með eiturörvum,
strax og við yfirgæfum tjald-
búðirnar.
Nú var þurrkatíminn kominn,
og veiðiþjófarnir gerðust æ á-
gengari, eftir því sem þurrkarn-
ir jukust. Það yrði ómögulegt
fyrir veiðiverðina að hindra
Elsu í að færa út. takmörk veiði-
veiðisvæðis síns og liætta þann-
ig á, að hún yrði á vegi veiði-
þjófanna, nema við héldum á-
fram að ala hana sem hingað
til.
Hvolparnir myndu síður geta
samið sig að lögmálum hinnar
villtu náttúru, ef við yrðum
þarna áfram, og slíkt myndi
sjálfsagt draga úr möguleikum
þeirra til þess að bjarga sér.
En það var betra að hætta á
slikt en að Elsa yrði drepin.
Fullt hús.
Litla-EIsa hélt áfram að vera
algerlega villt, þótt við stríð-
ælum hana. Hún urraði, ef við
nálguðumst hana, og siðan lædd-
ist hún burt. Hún var miklu
minni en bræður hennar, en
samt tókst henni ætíð að fá það
sem hún vildi.
Ég tók eftir því, að Gopa var
að verða mjög afbrýðissamur,
ekki aðeins gagnvart mér, held-
ur einnig gagnvart bróður sín-
um. Þegar Jespah lék sér við
Elsu, tróð Gopa sér á milli
þeirra, og þegar Elsa nálgað-
ist mig, hnipraði hann sig sam-
an og urraði, þangað til hún
kom yfir til hans.
Jespah var nú aftur á móti
orðinn miklu vingjarnlegri, og
var nú farinn að líkja eftir sið-
um móður sinnar i afstöðu sinni
til okkar. Hann vildi oft leika
sér við mig, og stundum kom
hann til mín og lagðist niður
beint fyrir neðan hönd mína