Úrval - 01.09.1963, Síða 166
178
ÚR VAL
og bjóst augsýnilega við því,
að honum yrði klappað. Ég
klappaði honum einstöku sinn-
um, þótt það væri gegn fyrir-
ætlun minni.
Þeir Jespah og Gopa, og svo
auðvitað Elsa sjálf, notuðu tjald
Georges sem nokkurs konar
leikvöll, og honum ofbuðu
þrengslin að næturlagi. Hann
vildi helzt sofa á lágum bedda.
Elsa, Jespah og Gopa voru svo
öll að flækjast umhverfis bedd-
ann, og ég velti því stundum
fyrir mér, hvort eitthvert óhapp
kæmi nú ekki fyrir einhverja
nóttina. Þau hegðuðu sér nú
samt öll sæmilega, og hvenær
sem Jespah reyndi að leika sér
að tám Georges, nægði það, aö
George kallaði til hans skipun-
arrómi: „nei“! Þá hætti hann
alltaf. Þeim fannst þau vera
heima hjá sér, og sem dæmi
um það má nefna, að nótt eina
var Elsa að velta sér á gólfinu.
Þá velti hún beddanum um koll,
svo að George valt ofan á Jespah.
Ljónin tóku þessu öllu með ró,
og' Gopa, sem sofið hafði við
höfðagaflinn, hreyfði sig jafn-
vel ekki.
Jespah óx nú mjög. Hann var
mjög glæsilegur. Hann var of-
boðslega forvitinn og svo fullur
af orku og fjöri, að það olli
vandkvæðum. Elsa hafði oft
hjálpað mér að hafa hemil á
honum, annað hvort með því að
slá hann, þegar ég hafði sagt
„nei“ við hann skipunarrómi,
eða með því að taka sér stöðu
á millí okkar Jespah. En ég
velti því fyrir mér, hversu langt
væri nú að biða þess að skip-
anir minar tækju að reynast á-
hrifalausar þrátt fyrir siðferði-
legan stuðning hennar.
Eitt sinn var hann að elta
systkin sín og hvolfdi þá vatns-
fati yfir Elsu, svo að hún renn-
blotnaði. Hún lamdi hann og
settist síðan á hann. Þetta var
hlægileg sjón, og við skellihlóg-
um. En þessi skortur á háttvísi
okkar móðgaði Elsu. Hún leit
á okkur með fyrirlitningarsvip
og gekk burt. Hinir hvolparnir
tveir, sem hlýðnari voru. fylgdu
henni eftir. Svo stökk hún upp
á jeppaþakið. Ég gekk þangað
til hennar og reyndi að vingast
við hana og biðja hana afsökun-
ar. Hún leit á mig með ávítunar-
svip í augum, líkt og hún vildi
segja: „Þú eyðilagðir alveg á-
lirifin af ofanígjöf minni, þegar
ég reyndi að siða hann Jespah.“
Elsa skrifar undir ævisöguna
Nú var komin tími til þess,
að við yfirgæfum þau og leyfð-
um hvolpunum að alast upp
á eðlilegan hátt. Þeir voru orðn-
ir of vanir tjaldbúðalifinu. Jesp-