Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 167
FRJÁLST LÍF
179
ah var þegar orðinn góður vin-
ur okkar, þótt þau Gopa og Litla-
Elsa sættu sig við nærveru okk-
ar vegna þess eins, að móðir
þeirra lagði áherzlu á, að við
værum vinir hennar.
Nú virtumst við loks geta
yfirgefið þau. Elsa hafði að
lokum i fullu tré við hina ó-
kunnu Ijónynju og var orðin
henni yfirsterkari, og nú gat hún
því varið veiðisvæði sitt. Veiði-
þjófarnir virtust hafa yfirgefið
héraðið, og við vonuðum, að
þeir kæmu ekki aftur fyrr en
á næsta þurrkatímabili, en þá
kynnu nýjar reglur um veiði-
þjófnað ef til vill að geta haldið
þeim í skefjum. Nú voru hvolp-
arnir orðnir sterk ungljón, sem
gátu stundað veiðar með móð-
ur sinni. Ýmislegt i útliti þeirra
Jespah og Gopa virtist benda
til þess, að þeir væru nú að
komast á kynþroskaskeiðið.
Við ákváðum að lengja smám
saman fjarvistir okkar frá tjald-
búðunum, og ætluðum við svo
að siðustu að yfirgefa þær að
fullu. Við ætluðum fyrst að vera
i burtu i sex daga, en hinar
miklu rigningar gerðu það að
verkum, að ég gat ekki komið
aftur fyrr en eftir niu daga.
George kom ekki með mér í
það skipti. Ég hélt strax til
ljónabælisins við klettana og
gekk fram á Elsu á labbi með
hvolpana. Þau Gopa og Litla-
Elsa héldu sig i hæfilegri fjar-
lægð, en Jespah varð alveg eins
glaður og Elsa yfir að sjá mig.
Hann reyndi að troða sér á
rnilli okkar til þess að missa
ekki af blíðuhótunum.
Þau litu öll prýðilega út. Elsa
var aðeins með nokkrar skrámur
eftir bit á hökunni og hálsinum,
en alls ekki alvarlega særð.
Ég hafði komið með skrokk,
en samt lá hvolpunum ekkert
á að fá sér bita. Þeir léku sér um
hrið, áður en þeir fóru að borða.
Elsa varð fljótt södd. Siðan kom
hún til min að nýju og sýndi
mér blíðuhót. Um leið og við
skildum næsta dag, gaf hún mér
ómetanlega skilnaðargjöf, þótt
hún vissi ekki af þvi.
Ég hafði oft verið beðin um
að ná í eiginhandarundirskrift
Elsu: loppuför hennar á papp-
írsblað. Mér hafði aldrei tekizt
það, en siðdegis næsta dag, á
meðan ég var að vélrita hand-
ritið að þessari bók i vinnu-
tjaldi minu, kom Elsa skyndi-
lega til mín og lagði framlopp-
urnar upp á borðið, áður en
ég gæti hindrað það. Þær skildu
eftir óhrein för á blöðunum, er
þar lágu. Og þannig hefur hún
sjálf skrifað undir ævisögu sína,
sem lýsir lífi hennar með hvolp-
unum allt til fyrsta afmælis-
dags þeirra.